Fréttir

Samstarfsverkefni rannsókna- og heilbrigðisdeildar og HÍ

19.1.2006

Rannsókn á heilsufari, líðan og vinnuumhverfi flugfreyja, hjúkrunarfræðinga og kennara.
Herdís Sveinsdóttir, dósent hjá HÍ, er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar en samstarfsmenn hennar eru Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og Hildur Friðriksdóttir, félagsfræðingur. Jón Gunnar Bernburg, aðjúnkt við félagsvísindadeild HÍ hefur tekið þátt í verkefninu og einnig Kristinn Tómasson, deildarstjóri rannsókna- og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlitsins. Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði, Háskóla Íslands, hefur gefið út þrjár skýrslur um þessa rannsókn, eina fyrir hvern starfshóp. Skýrslurnar eru m.a. aðgengilegar á heimasíðu Vinnueftirlitsins http://www.vinnueftirlit.is/page/research/. Unnið er að ritun vísindagreina um niðurstöðurnar. (Apríl 2004)

Rannsókn á líðan í vinnunni ? þeirra sem greinst hafa með krabbamein og annarra.
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar. Samstarfsmenn eru: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og lektor við félagsvísindadeild HÍ, Ásdís L. Emilsdóttir, verkefnisstjóri á Krabbameinsmiðstöð LSH, Helgi Sigurðsson, forstöðumaður Krabbameinsmiðstöðvar LSH og Sigurður Thorlacius, dósent við læknadeild HÍ. Ása Ásgeirsdóttir, sérfræðingur á fræðsludeild Vinnueftirlitsins og Nanna K. Sigurðardóttir, verkefnisstjóri á Krabbameinsmiðstöð LSH, hafa einnig komið að þessu verkefni. Um er að ræða norræna rannsókn með þátttöku vísindamanna frá öllum Norðurlöndum. Finnska rannsóknastofnunin í vinnuvernd hafði frumkvæði að verkefninu sem enn er í undirbúningi hérlendis en mismunandi á veg komið í löndunum fimm. (Apríl 2004)

Áhrif upplýsingatækni á vinnuumhverfi og persónuvernd.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, félagsfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og lektor í félagsfræði við HÍ, er ábyrgðarmaður rannsóknarinnar. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, félagsfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins og stundakennari í félagsfræði við HÍ, er starfsmaður verkefnisins. RANNÍS, markáætlun um upplýsingatækni og umhverfismál styrkir rannsóknina. Verkefnið hefur að markmiði að greina umfang rafrænnar upplýsingasöfnunar á vinnustöðum, birtingarform þess og áhrif á vinnuskipulag og líðan starfsmanna. Að rannsókninni standa Vinnueftirlitið, Landlæknisembættið og VR. Þessir aðilar eiga auk Persónuverndar og Rafiðnaðarsambandsins aðild að stýrihóp verkefnisins. Í tengslum við verkefnið hefur Sigrún H. Kristjánsdóttir lögfræðingur unnið úttekt á lögfræðilegri stöðu rafræns eftirlits. Úttektin er aðgengileg á heimasíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is/page/research. Enn er unnið að gagnaöflun í tengslum við rannsóknina. Nokkrar skýrslur og greinar hafa verið birtar í tengslum við rannsóknina www.vinnueftirlit.is/page/research. (Apríl 2004)