Fréttir

Vellíðan og heilsa kvenna í öldrunarþjónustu

2.3.2004

Grein um vellíðan og sjálfsmetna heilsu kvenna sem starfa í öldrunarþjónustunni birtist nýlega í tímaritinu WORK: A Journal of Prevention, Assessment & Rehabilitation og í nýjasta hefti Læknablaðsins. Í greinunum er fjallað um niðurstöður rannsóknar sem náði til allra starfsmanna á 62 öldrunarstofnunum og öldrunardeildum á Íslandi þar sem voru 10 starfsmenn eða fleiri. Rannsóknin var gerð á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins árið 2000. Niðurstöður sýndu að sjúkraliðar, ófaglærðir og ræstitæknar mátu starf sitt bæði líkamlega erfiðara og andlega og líkamlega einhæfara en hjúkrunarfræðingar, sem nutu betri líkamlegrar og andlegrar líðanar en hinir hóparnir.

Þeim, sem vilja kynna sér efnið frekar og lesa greinarnar í heild, er bent á:

Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Kristinn Tómasson, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir. Vinnuálag og líðan mismunandi starfshópa kvenna í öldrunarþjónustu (2004). Læknablaðið 3 tbl. 90 árg.

Gunnarsdottir HK, Tomasson K, Rafnsdottir GL. Well-being and self-assessed health among different groups of female personnel in geriatric care. Work 2004;22:41-7