Fréttir

Veikindafjarvistir - Lífsstíll, vinna, viðbrögð

28.5.2004

Morgunverðarfundur um veikindafjarvistir verður haldinn föstudaginn 4. júní 2004 kl. 8:30 ? 10:00 í Sunnusal Radison SAS, Hótel Sögu

Dagskrá:

1. Work-related health problems?possibilities for prevention and rehabilitation.  Åke Nygren og Marie Åsberg, prófessorar við Karolinska institutet í Stokkhólmi.

2. Veikindafjarvistir nokkurra starfshópa á Íslandi. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins.

3. Panelumræður með þátttöku, fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Sjúkrasjóðs Verslunarmannafélags Reykjavíkur, lækna og Flugleiða.

Fundarstjóri: Eyþór Eðvarðsson

Fundurinn er einkum ætlaður stjórnendum fyrirtækja, starfsmannastjórum, starfsmönnum tryggingarfélaga og sjúkrasjóða og öðrum sem fást við skyld störf eða sérstakan áhuga hafa á málefninu.

Fundurinn er haldinn á vegum Vinnueftirlitsins og Landlæknisembættisins ? Þjóð gegn þunglyndi ? með stuðningi frá Samtökum atvinnulífsins, Icelandair, Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, VÍS, Lýðheilsustöð og Tryggingastofnun ríkisins. Aðgangseyrir kr: 2000 (morgunverður er innifalinn) Skráning á: mottaka@landlaeknir.is

Út er kominn bæklingur sem norrænu vinnuverndarstofnanirnar gefa út og nefnist Veikindafjarvistir á Norðurlöndum. Bæklingurinn er styrktur af Norrænu ráðherranefndinni og er einungis fáanlegur á íslensku á tölvutæku formi á heimasíðu Vinnueftirlitsins (sjá bækling).