Fréttir

Veggspjald - Rétt viðbrögð bjarga mannslífum

27.6.2005

Út er komið veggspjald um fyrstu hjálp við rafmagnsslys.

Slys af völdum rafmagns við vinnu eru öll í eðli sínu hættuleg. Gildir þetta ekki síst um vinnu í og í tengslum við orkuframleiðslu. Í ljósi þessa hafði Samorka frumkvæði að því að búa til veggspjald um rafmagnsslys í samvinnu við Vinnueftirlitið, Landspítala Háskólasjúkrahús og Löggildingarstofu.

Markmið með veggspjaldinu er miðla þekkingu um fyrstu hjálp við rafmagnsslysum til þeirra sem á þurfa að halda. Samorka (www.samorka.is) sér um dreifingu á spjaldinu.

Eru starfsmenn, sem vinna í tengslum við rafmagn, hvattir til að kynna sér efni veggspjaldsins og hengja það upp á vinnustaðnum.