Fréttir

Varúðarmerkingar á lakk- og málningarvörum

8.8.2007

Nokkuð hefur borið á því nú í sumar að efna og hollustuháttadeild berist fyrirspurnir um hvað þær varðúðartölur þýði sem gefnar eru upp á lakki/málningarvörum.
Varúðarmerkingarnar eiga við um lífræn leysiefni sem er að finna í málningunni/lakkinu. Almennir eiginleikar lífrænna leysiefna eru að þau leysa upp önnur efni, t.d. fitu, lím og liti. Þess vegna eru þau notuð sem hreinsiefni og til íblöndunar til að halda ýmsum efnasamböndum í fljótandi ástandi t.d.málningu (ekki í vatnsmálningu). Hættan við lífræna leysa er að margir þeirra gufa hratt upp og menga andrúmsloftið.
Áhrif af lífrænum leysum geta verið umtalsverð. Bráð eituráhrif lífrænna leysiefna koma fram í áhrifum á miðtaugakerfið, ?sniff? áhrif. Þessu fylgir svimi, höfuðverkur, þreyta og ógleði.
Varúðartölurnar eru danskt kerfi (varúðarflokkar) sem innlendir málningarframleiðendur nota til ákvörðunar á varúðarmerkingum.
Fyrri talan í þessu kerfi varðar rokgjörn efni (leysiefni) í vörunni. Hún segir til um kröfur til loftræstingar og hvaða persónuhlífar skuli nota við ákveðin skilyrði.
Seinni talan varðar önnur efni og kröfur til persónuhlífa þegar verið er að nota þau við ýmis skilyrði.
Um báðar tölurnar gildir að efnin eru þeim mun varasamari sem tölurnar eru hærri.
Fyrri talan getur haft gildin: 00, 0, 1, 2, 3, 4, 5
Seinni talan getur haft gildin: 0, 1, 2, 3, 4, 5, 6
Varúðarmerking
Utandyra
Innandyra
 
 
Litlir fletir
Stórir fletir
Tala á undan/eftir merkinu
Sparsla, pensla, rúlla.
Sprauta
Sparsla, pensla, rúlla.
Sprauta
Sparsla, pensla, rúlla.
Sprauta
00?
Engar
Heilgríma m/samsettri síu
Engar
Heilgríma m/samsettri síu
Engar
Heilgríma m/samsettri síu
0?
Engar
Heilgríma m/samsettri síu
Engar
Heilgríma m/samsettri síu
Engar
Heilgríma m/samsettri síu
1?
Engar
Hálfgríma tengd fersklofti Augnhlíf
Engar
Hálfgríma tengd fersklofti Augnhlíf
Gasgríma
Hálfgríma tengd fersklofti Augnhlíf
2?
Gasgríma
Heilgríma tengd fersklofti
Engar
Heilgríma tengd fersklofti
Hálfgríma tengd fersklofti
Heilgríma tengd fersklofti
3?
Gasgríma
Heilgríma tengd fersklofti
Gasgríma
Heilgríma tengd fersklofti
Heilgríma tengd fersklofti
Heilgríma tengd fersklofti
4?
Heilgríma tengd fersklofti
Heilgríma tengd fersklofti
Gasgríma
Heilgríma tengd fersklofti
Heilgríma tengd fersklofti
Heilgríma tengd fersklofti
5?
Heilgríma tengd fersklofti
Heilgríma tengd fersklofti
Heilgríma tengd ferskloft
Heilgríma tengd fersklofti
Heilgríma tengd fersklofti
Heilgríma tengd fersklofti
? 1
Hanskar
Heilgríma með samsettri síu Hanskar Málningargalli Hetta
? Hanskar
Heilgríma m/samsettri síu Málningargalli Hanskar Hetta
Hanskar
Heilgríma m/samsettri síu Málningargalli Hanskar Hetta
?2
Hanskar
Hálfgríma tengd fersklofti Augnhlíf ? Málningargalli
Hanskar ? Hetta
Hanskar
Hálfgríma tengd fersklofti Augnhlíf ? Málningargalli Hanskar ? Hetta
Hanskar
Hálfgríma tengd fersklofti Augnhlíf ? Málningargalli Hanskar ? Hetta
?3
Hanskar
Heilgríma tengd fersklofti Hanskar Málningargalli ? Hetta
? Hanskar
Heilgríma tengd fersklofti Málningargalli ? Hetta ? Hanskar
Hanskar
Heilgríma tengd fersklofti Málningargalli ? Hetta ? Hanskar
?4
Hanskar, Andlitshlíf Hetta Hlífðarfatnaður, Hanskar
?Heilgríma tengd fersklofti Hanskar Hetta Hlífðarfatnaður
Hanskar ? Andlitshlíf Hetta Hlífðarfatnaður
Heilgríma tengd fersklofti Hetta ? Hlífðarfatnaður Hanskar
Hanskar ? Andlitshlíf Hetta ? Hlífðarfatnaður
Heilgríma tengd fersklofti Hetta ? Hlífðarfatnaður Hanskar
Fréttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica