Fréttir

Val á fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2011 í vinnuvernd

26.10.2011

Að þessu sinni fékk Miðgarður, vélaverkstæði Alcoa Fjarðaáls viðurkenninguna fyrir afburða vel skipulagt og snyrtilegt verkstæði. Þar er vinnuverndin höfð í hávegum og allur búnaður varðandi öryggismál til staðar. Áhættumat hefur verið gert og er unnið sérstakt áhættumat áður en farið er í stærri viðhaldsverkefni. Þeir standa sig sérstaklega vel varðandi alla þætti sem tengjast viðhaldsvinnu.

Í kaffihléi ráðstefnunnar gafst gestum tækifæri til að kynna sér nýjungar í öryggismálum sem ýmiss fyrirtæki höfðu til sýnis fyrir ráðstefnugesti. Tæplega eitthundrað manns sóttu ráðstefnuna sem tókst vel í alla staði.
 

img_8039
Fulltrúar Miðgarðs með viðurkenninguna ásamt umdæmisstjóra Vinnueftirlitsins á Austurlandi. F.v. Snorri Jökull Benediktsson viðhaldsleiðtogi Alcoa Fjarðaáli, Þórður Valdimarsson leiðtogi áreiðanleika Alcoa Fjarðaáls og Þorvaldur Hjarðar umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins á Austurlandi.