Fréttir

Út er komin lokaskýrsla um sprengingu í Áburðarverkmiðjunni í Gufunesi

30.12.2005

Út er komin lokaskýrsla um sprengingu í Áburðarverkmiðjunni í Gufunesi

Að morgni mánudagsins 1. október 2001, kl. 07.04,  varð sprenging í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi í Reykjavík. Sprengingin varð í austurenda og í viðbyggingu ammoníaksverksmiðjunnar. Austurendi byggingarinnar er 2ja hæða með einnar hæðar viðbyggingu. Í viðbyggingunni var ýmis rafbúnaður, s.s. olíukældir rofar, rofaskápar, afriðlar fyrir þjöppumótora og fleira sem tilheyrir rafbúnaði ammoníaks-verksmiðjunnar. Á efri hæð austur-enda var rannsóknarstofa.
Við sprenginguna hrundi gólf milli hæða, úveggir hrundu og veggjabrot köstuðust tugi metra frá byggingunni. Húsgögn og innréttingar úr rannsókn-arstofu á efri hæð hrundu að hluta til niður í rýmið og í þeim kviknaði eldur. Eldurinn var þó fljótlega slökktur af slökkviliði höfuðborgarsvæðis sem kom strax á staðinn. Enginn starfsmaður var í húsinu er sprengingin varð og engin slys urðu á mönnum.

Skýrsluna alla er hægt að sjá hér.