Fréttir

Úr staðlinum Ljós og lýsing - Lýsing vinnustaða ÍST EN 12464

20.2.2006

Birtuviðmið í kennsluhúsnæði

Bæði birta og ljósdreifing á vinnusvæði og nærsvæði hafa mikil áhrif á hve hratt, örugglega og þægilega einstaklingurinn sér, áttar sig á og leysir sjónverkefni.

Öll gildi fyrir birtu í töflunni eiga við um viðhaldna birtu og tryggja bæði öryggi á vinnustað og nauðsynleg sjónköst. Gildi þau sem tilgreind eru í töflunni lýsa lágmarks viðhaldinni birtu á vinnusvæðinu á viðmiðunarfletinum sem getur ýmist verið lárétt, lóðrétt eða hallandi. Ef staðsetning vinnusvæðis er óþekkt er hún ætluð vera í  85 sm hæð yfir gólfi. Fyrir utan vinnusvæði og nærsvæði ( í jaðarsvæði ) er rýmið lýst í samræmi við notkun, t.d. umferð, afþreyingu, afritun, skjalavörslu, geymslu, hreingerningar o.s.frv. Meðalbirta fyrir hvert sjónverkefni fyrir sig má ekki verða minni en það gildi sem tilgreint er í töflunni, óháð aldri og ástandi búnaðarins.

Gildin eiga við um eðlileg sjónskilyrði og þau byggja á eftirfarandi þáttum:

  • kröfum sjónverkefnisins
  • öryggi í starfi
  • sál/líffræðilegum þáttum á borð við sjónþægindi og vellíðan
  • fjárhag
  • hagnýtri reynslu

 

Auka ber birtuna þegar:

  • sjónstarfið hefur úrslitaþýðingu (mikilvægt) eða er hættulegt
  • nákvæmni eða aukin afköst eru mikilvæg
  • sjón einstaklingsins er verri en eðlilegt getur talist
  • smáatriði eða -hlutir í sjónviðfangi eru óvenju litlir eða með litlum andstæðum
  • sjónverkefnið er óvenju tímafrekt

 

Draga má úr birtu þegar:

  • atriði eða hlutir í sjónviðfangi eru óvenju stórir eða með miklum andstæðum
  • sjónverkefnið tekur óvenju skamman tíma

Tegund innirýmis, verkefni eða starfsemi

Em

 

lx

Athugasemdir

Kennslustofur

300

Lýsing ætti að vera stillanleg

Kennslustofur fyrir kvöldskóla og fullorðinsfræðslu

500

Lýsing ætti að vera stillanleg

Fyrirlestrarsalir

500

Lýsing ætti að vera stillanleg

Kennslutöflur

500

Komið í veg fyrir glampa

Sýningartöflur

500

750lx í fyrirlestrasölum

Listvinnustofur

500

 

Vinnustofur í listaskóla

750

Tcp ? 5000 k

Tækniteiknistofur

750

 

Vinnustofur og rannsóknastofur

500

 

Handiðnaðarstofur

500

 

Verkleg kennsla

500

 

Æfingastofur fyrir tónlist

300

 

Tölvustofur (valmyndavinna)

300

 

Tungumálastofur

300

 

Undirbúnings- og vinnustofur

500

 
Fréttir


Þetta vefsvæði byggir á Eplica