Fréttir

Upplýsingasíða um persónuhlífar

1.3.2004

Vinnueftirlitið hefur sett á heimasíðu sína, www.ver.is/ppece , upplýsingasíðu um persónuhlífar. Með persónuhlífum er m.a. átt við öryggishjálma, heyrnarhlífar, öryggisskó, hlífðarhanska, fallvarnarbúnað, öndunarfærahlífar, endurskins- og hlífðarfatnað. Þar er fróðleikur fyrir framleiðendur, seljendur og kaupendur persónuhlífa. M.a. er fjallað um:

  • Lög, reglur og staðla
  • CE-merkingar
  • Notkunarleiðbeiningar
  • Markaðseftirlit

Auk þessa er algengum spurningum svarað á síðunni og einnig er unnt að senda inn fyrirspurnir.

Markmiðið með síðunni er að framleiðendur, seljendur og kaupendur geti greiðlega fengið upplýsingar um þær kröfur sem gilda um framleiðslu, merkingar og markaðssetningu persónuhlífa, svo og upplýsingar um notkunarleiðbeiningar sem persónuhlífum eiga að fylgja á íslensku

Á síðunni er jafnframt gátlisti sem getur reynst gagnlegur við kaup, sölu og val á persónuhlífum.