Fréttir

Ungir karlmenn í mestri slysahættu

16.5.2003

Hanna Kristín Stefánsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlitsins skrifaði nýlega grein um vinnuslys sem birtist netsíðunni Hið gullna jafnvægi. Hún bendir á í greininni að þegar slysaskýrslur eru skoðaðar kemur í ljós að meira en helmingur þeirra karlmanna sem urðu fyrir vinnuslysum árið 2002 eru 34 ára og yngri. Þessar tölur eru ekki í samræmi við fjölda þessa hóps á vinnumarkaði því hlutfall karla 34 ára og yngri af öllum starfandi körlum árið 2002 nemur aðeins um 37%.