Fréttir

Undir fölsku flaggi

13.2.2008

Vinnueftirlitinu hafa borist upplýsingar um að óviðkomandi einstaklingar hafi heimsótt fyrirtæki í annarlegum erindagerðum í nafni Vinnueftirlitsins. Að því tilefni vill Vinnueftirlitið benda á að eftirlitsmenn þess bera ávallt skilríki sem gefin eru út af stofnuninni í eftirlitsheimsóknum sínum. Forsvarsmenn fyrirtækja skulu því undantekningarlaust krefjast framvísunar skilríkja ef þeir telja vafa á að sá sem kynnir sig sem eftirlitsmann frá Vinnueftirlitinu sé það í raun.