Fréttir

Umsóknir um styrki á sviði vinnuverndar

26.5.2008

Norræna vinnuverndarnefndin auglýsir eftir umsóknum um styrki á sviði vinnuverndar. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 2008.

 Lögð verður sérstök áhersla á eftirtalin svið:

  • Erlendir starfsmenn, vinnumhverfi og vinnuaðstæður
  • Þýðing vinnuumhverfis og aðgerða á vinnustað til þess að auðvelda fólki að koma aftur til vinnu
  • Vinnuumhverfi, heilbrigði og efnahagur
  • Þróun vinnueftirlitsstarfs

     Verkefnin geta hvort sem er verið rannsóknarverkefni eða þróunarverkefni af ýmsu tagi. Lögð er áhersla á að a.m.k. þrjú Norðurlönd taki þátt í samstarfinu.

           Sjá nánari upplýsingar hér

     Norræna vinnuverndarnefndin er ein af undirnefndum Norrænu ráðherranefndarinnar og er hún samráðsvettvangur um norræn vinnuverndarmál.

     Fulltrúar Íslands í nefndinni eru:
     Þórunn Sveinsdóttir: torunn@ver.is 
     Kristinn Tómasson: kristinn@ver.is