Fréttir

Umsókn um viðurkenningu þjónustuaðila á sviði vinnuverndar

21.9.2004

Engin umsóknareyðublöð eru notuð til að sækja um að fá viðurkenningu sem þjónustuaðili á sviði vinnuverndar en senda skal Vinnueftirlitinu greinargerð um fyrirtækið og starfsemina, með staðfestum upplýsingar um starfsmenn og menntun þeirra. Ef fyrirtækið eða þjónustuaðili ræður til sína aðra ráðgjafa vegna verkefna eða einstaka þátta þjónustunnar (fagnet) skal samstarfssamningur fylgja umsókninni.  Tryggja skal að allir aðilar uppfylli skilyrðin sem sett eru fyrir viðurkenningu Vinnueftirlitsins. Nokkrir aðilar hafa nú þegar fengið viðurkenningu - sjá nánar

Vinnueftirlitið mun halda námskeið í febrúar 2005 um túlkun vinnuverndarlaganna og áhersluþætti í vinnuvernd, en að hafa lokið slíku námskeiði verður ein af forsendum fyrir viðurkenningu þjónustuaðila á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum.

Nánari upplýsingar gefur Svava Jónsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins