Fréttir

Tölfræðilegar upplýsingar um vinnuslys frá 2001 til 2012

1.3.2013

Í meðfylgjandi (sjá hér) töflum og myndum sést glögglega að vinnuslysum hefur fækkað verulega í byggingariðnaði, sem má rekja til minni starfsemi þar en ekki síður til þess að menn eru betur vakandi fyrir slysahættum og tilbúnir að leggja núll-slysa sýn til grundvallar vinnuverndarstarfi.
Það er hins vegar áhyggjuefni að sjá slysum fjölga í fiskvinnslu og kallar það á skoðun þeirra sem vinna í þeirri atvinnugrein.
Þá er einnig eftirtektarvert að slysum í opinberri stjórnsýslu hefur fjölgað sem án efa má rekja til betri skráningar, en umfangið kallar á aðgerðir í vinnuverndarmálum
Vinnuverndarmál eru okkar allra ábyrgð. Það er krafa um að öll slys og óhöpp séu skráð á vinnustöðum. Ef við vitum hvað gerist og hvað getur gerst þá getum við betur fyrirbyggt slysin.
 
Við eigum öll rétt á slysalausum vinnustað án tillits til aldurs, kyns, stöðu eða starfa eða annarra þátta
 
Kristinn Tómasson, dr.med
yfirlæknir Vinnueftirlitsins