Fréttir

Tóbaksnotkun og tóbaksreykur

29.9.2004

Tóbaksnotkun og tóbaksreykur er enn mikið vandamál á stöðum þar sem starfsfólk við ýmis þjónustu- og framreiðslustörf er við vinnu sína. Þessu starfsfólki er þannig ekki tryggt heilsusamlegt vinnuumhverfi í samræmi við 1.gr laga nr 46/ 1980 þar sem segir : ?Með lögum þessum er leitast við, að ...tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu?.  Tóbaksreykur sem þessir starfsmenn geta þurft að anda að sér er án efa í dag einn best þekkti krabbameinsvaldur og heilsuspillir. Þrátt fyrir þessa staðreynd og þetta ákvæði vinnuverndarlaganna nr 46/1980 þá hefur ekki verið hægt að tryggja þessu stóra hópi starfsfólks sem vinnur við þjónustu- og framreiðslustörf heilsusamlegt vinnuumhverfi hvað þetta varðar.

Það var því yfirlækni Vinnueftirlitsins mikil ánægja, eins og annarra sem unna vinnuvernd, að heyra hug heilbrigðisráðherra til þess málaflokks nú í vor og ítrekað nú í haust þar sem hann hyggst skerpa á tóbaksvarnarlögum.

Ráðstefnan Loft 2004, sem  haldin var í Hveragerði dagana 16. og 17. september 2004, samþykkti mikilvæga ályktun sem tekur á kjarna þessa máls um að tryggja öllum vinnandi mönnum reyklaust vinnurými ? alltaf alls staðar.

Fylgir ályktunin hér að neðan.

 1. Ráðstefnan lýsir yfir eindregnum stuðningi við heilbrigðisráðherra í að breyta tóbaksvarnarlögum til samræmis við anda vinnuverndarlaga og með lögum verði lagt bann við reykingum í öllum fyrirtækjum, stofnunum og á opinberum stöðum, þ.m.t hótelum, veitingahúsum, börum og öðrum skemmtistöðum til þess að tryggja öllum vinnandi mönnum reyklaust vinnurými ? alltaf alls staðar. Skorað er á alþingismenn að setja lög í þessum anda hið fyrsta!

 2. Ráðstefnan hvetur stjórnvöld til að eyrnamerkja mun meira fé til tóbaksvarna og tóbaksmeðferðar.