Fréttir

Þróunar- og eftirlitsdeild

13.6.2005

Meginhlutverk þróunar- og eftirlitsdeildar er að gegna frumkvæðis- og samræmingarhlutverki varðandi eftirlitsstörf Vinnueftirlitsins.  Starfsmenn deildarinnar eru fjórir:

Þórunn Sveinsdóttir deildarstjóri
Ólafur Hauksson aðstoðardeildarstjóri
Sigfús Sigurðsson fagstjóri 
Inghildur Einarsdóttir fagstjóri

Undir deildina heyra einnig átta eftirlitsumdæmi sem eru dreifð um landið. Umdæmin annast framkvæmd eftirlits með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustöðum. Í hverju umdæmi er umdæmisstjóri sem annast daglega stjórnun og rekstur umdæmisins. Fjöldi starfsmanna í umdæmum er alls 30 manns, þ.e. 17 starfsmenn í fyrirtækjaeftirliti, 7 starfmenn í eftirliti með vélum og tækjum og 7 fulltrúar sem starfa á skrifstofum umdæmanna. Eftirlit með vinnuvélum og tækjum á höfuðborgarsvæðinu heyrir undir vinnuvéladeild