Fréttir

Þróunar- og eftirlitsdeild

8.6.2005

Byggingatæknileg mál 

 • Sérfræðistarf á sviði bygginga og mannvirkjagerðar
 • Umsjón málefna er snerta reglur um húsnæði vinnustaða
 • Gerð reglna og leiðbeininga um byggingartæknileg mál
 • Útgáfa starfsleyfa/veitingaleyfa og umsagnir um nýja og breytta starfsemi fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.
 • Kynning, ráðgjöf og samskipti varðandi byggingartæknileg mál meðal hönnuða, tæknimanna, byggingarfulltrúa, fagsamtaka og annarra.

Fyrirtækjaeftirlit - landbúnaðareftirlit   

 • Þróun nýrra eftirlitsaðferða
 • Skipulag og markaðssetning vinnuverndarstarfs
 • Þátttaka í gerð reglna og leiðbeininga
 • Umsjón með uppbyggingu og þróun gæðakerfis VER á sviði fyrirtækjaeftirlits
 • Fræðsla og þjálfun í gæðamálum
 • Yfirumsjón með menntun og þjálfun eftirlitsmanna

Markaðseftirlit   

 • Þróa samræmdar aðferðir við markaðseftirlit með vöru á markaði

Slysarannsóknir  

 • Þróun og samræming verklags tengt rannsóknum vinnuslysa
 • Yfirumsjón með rannsókn dauðaslysa og alvarlegra hópslysa

Sameiginleg verkefni deildarinnar   

 • Samræming átaksverkefna stofnunarinnar á landsvísu
 • Gerð reglna og leiðbeininga sem falla undir verksvið deildarinnar
 • Kynning á reglum og leiðbeiningum.
 • Svara fyrirspurnum varðandi reglur, leiðbeiningar og ýmis mál er varðar störf Vinnueftirlitsins.
 • Þátttaka í samráðshóp um öryggis- og staðlamál