Fréttir

Þegar leitað er lausna

7.10.2005

Þegar leitað er lausna

Eftir því sem lausn á hávaðavandamáli finnst nær hávaðavaldinum því betri telst hún vera. Þess vegna er besta lausnin að koma í veg fyrir að hávaðinn myndist. Síðan vinnur maður sig frá hávaðavaldinum í átt að þolandanum.

  1. Við upptök
  2. Yfirbygging hávaðavalds
  3. Skilveggir
  4. Draga úr ómtíma - minnka bergmál
  5. Stytta veru starfsmanna í hávaða (skipulag vinnunnar)
  6. Heyrnarhlífar
    (heyrnarhlífar eru neyðarúrræði sem notast er við á meðan leitað er annarra lausna)