Fréttir

Tengsl krabbameina við störf og menntun á Íslandi

11.1.2007

 

Á þrettándu ráðstefnunni um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands var kynnt rannsóknin Tengsl krabbameina við störf og menntun á Íslandi. Í rannsóknarhópnum voru allir Íslendingar sem voru 20-64 ára við tölu manntalsins 1981, alls 122.429 manns. Upplýsingar úr manntalinu voru tengdar Krabbameinsskrá á einkennisnúmerum. Skýr tengsl sáust milli menntunarstigs og krabbameinsáhættu varðandi tiltekin krabbamein en þetta er í fyrsta sinn sem manntalið er notað í rannsóknartilgangi. Útdráttinn (E 55) má lesa á heimasíðu Læknablaðsins