Fréttir

Tengls velferðar og lýðheilsu á Norðurlöndum

30.3.2009

Nefnd Alþjóðlegu heilbrigðisstofnunarinnar um tengsl félagslegra aðstæðna og heilsufars (Commission on Social Determinants of Health) fól Miðstöð rannsókna á ójafnræði í heilsufari (Centre for Health Equity Studies, CHESS) í Stokkhólmi að kanna tengsl lýðheilsu og norræna velferðarkerfisins. Hvatamaður verkefnisins var Sir Michael Marmot sem er heimsþekktur sérfræðingur í faraldsfræði og lýðheilsu.
     Markmið verkefnisins var að varpa ljósi á þá þætti í velferðarkerfinu sem mestu skipta fyrir  langlífi og lága dánartíðni ungbarna og sem nýta mætti sem fyrirmynd fyrir fátækar þjóðir þar sem aðstæður eru allt aðrar. Verkefnishópurinn kallaði til sín ýmsa aðila til viðræðna um málið. Afrakstur starfsins var skýrsla sem gefin var út á vegum CHESS árið 2008¹
     Í framhaldinu birtist grein í breska tímaritinu Lancet sem byggð er á starfi hópsins²
     Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, sérfræðingur á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, var fulltrúi Íslands í verkefnishópnum en starfið var unnið undir merki Rannsóknastofu í vinnuvernd.  Hólmfríður skrifaði skýrslu um vinnuvernd á Norðurlöndum.

1. Olle Lundberg, Monica Åberg Yngwe, Maria Kölegård Stjärne, Lisa Björk og Johan Fritzell. The Nordic Experience  - Welfare States and Public Health (NEWS). Health Equity Studies No 12. Stockholm: Centre for Health Equity Studies, Stockholm University/Karolinska Instiututet, 2008.

2. Olle Lundberg, Monica Åberg Yngwe, Maria Kölegård Stjärne, Jon Ivar Elstad, Tommy Ferrarini, Olli Kangas, Thor Norström, Joakim Palme, Johan Fritzell for the NEWS Nordic Expert Group. The role of welfare state principles and generosity in social policy programmes for public health: an international comparative study. Lancet 2008;372:1633-40.