Fréttir

Styrkur til rannsóknar á líðan fólks með krabbamein á vinnumarkaðnum

17.12.2003

Stjórn minningarsjóðs Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson, sem er í vörslu Krabbameinsfélagsins, veitti Hólmfríði K. Gunnarsdóttir, sérfræðingi á rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, Helga Sigurðssyni, yfirlækni Krabbameinsmiðstöðvarinnar og Sigurði Thorlacius tryggingayfirlækni styrk til rannsóknarverkefnisins Líðan í vinnunni ? þeirra, sem greinst hafa með krabbamein, og annarra á vinnumarkaðinum. Styrkupphæðin er kr. 340 þús.

Rannsóknin er hluti af norrænu samstarfsverkefni allra Norðurlandaþjóðanna. Áður hafði fengist styrkur til verkefnisins að upphæð kr. 250 þús. frá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur.