Fréttir

Styrkir til rannsókna og verkefna

18.5.2011

Norræna Vinnuverndarnefndin auglýsir styrki til verkefna á sviði vinnuverndar. Umsóknarfrestur er til 29.8.2011.  Kröfur eru gerðar um að minnst þrjú Norðurlönd taki þátt til þess að verkefni hljóti styrk en sóst er eftir þátttöku allra Norðurlandanna. Lögð er áhersla á fjögur meginsvið innan vinnuverndar:
 
1. Þróun vinnuverndar og vinnueftirlitsaðgerða
 
2. Þýðing vinnuumhverfis og aðgerða á vinnustað við að auðvelda endurkomu á vinnustað
 
3. Lengri starfsævi og áhrif vinnuumhverfis
 
4. Vinnuumhverfi, heilsa og efnahagur
 
 
Hér má sækja ítarlega auglýsingu og umsóknareyðublað.
 
Fulltrúar Íslands í Norrænu vinnuverndarnefndinni eru Þórunn Sveinsdóttir og Kristinn Tómasson, en þau starfa hjá Vinnueftirlitinu.