Fréttir

Streita og geðraskanir hafa ekki aukist á síðustu áratugum

12.7.2004

Í nýrri grein í læknablaðinu, Skimun fyrir algengi geðraskana 1984 og 2002 og ávísanir geðlyfja 1984 og 2001 sem að hluta er unnin á Rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins, er m.a. komið inn á þá mikilvægu spurningu hvort algengi geðraskana hafi aukist á tímabilinu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fjöldi einstaklinga með einhver einkenni hafi ekki aukist á tímabilinu. Fjöldi þeirra sem hafa merki um geðraskanir ef notuð eru víð skilmerki hefur heldur aukist meðal kvenna en staðið í stað meðal karla.

Ef notuð eru ströng skilmerki þá er ekki um aukningu að ræða hvorki hjá körlum eða konum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við aðrar íslenskar vísbendingar um að streita meðal fullorðinna íslendinga hafi almennt ekki verið að aukast á s.l. 1-2 áratugum. Þetta eru mikilvægar niðurstöður fyrir þá sem áhuga hafa á vinnuvernd og fylgst hafa með umræðu um veikindafjarvistir á Norðurlöndum og vaxandi hlut geðraskana í þeim. Hérlendis eru vísbendingar um þetta til staðar með auknum fjölda á örorku og aukinni hlutdeild geðraskanna í örorku skv. upplýsingum Tryggingarstofnunar.

sjá grein: http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1291/PDF/2004-7-f02.pdf