Fréttir

Streita ? forvarnir og viðbrögð

19.2.2004

Streita er næst algengasta vinnutengda heilsufarsvandamálið í Evrópu á eftir bakverkjum samkvæmt upplýsingum frá Evrópsku Vinnuverndarstofnuninni. Fólk sem finnur fyrir streitu, sem getur orsakast m.a. af slæmu vinnuskipulagi og skorti á sjálfræði í starfi, er líklegra til að fá hjartasjúkdóma og þjást af kvíða auk annarra andlegra og líkamlegra kvilla. Rannsókn sem unnin var af Gallup í samvinnu við Vinnueftirlitið árið 2002 sýndi m.a. að 27% starfsmanna á Íslandi telja sig búa við vinnustreitu og 42% segjast hafa of mikið að gera í vinnunni.

 

Vegna mikilvægis þess að sporna við neikvæðum áhrifum streitu og benda á nauðsyn fyrirbyggjandi aðgerða var haldinn fræðslufundur um málefnið á Grand Hóteli 3. feb. síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Vinnueftirlitinu og Starfsleikni.is og var yfirskrift hans: Streita ? forvarnir og viðbrögð. Fundurinn, sem var afar vel sóttur, var einkum ætlaður stjórnendum fyrirtækja, starfsmanna- og starfsþróunarstjórum, millistjórnendum, starfsmönnum tryggingarfélaga, sjúkrasjóða og ráðgjafarfyrirtækja og nemendum, en allir áhugasamir voru velkomnir. Fundarstjóri var Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar.

 

Aðalfyrirlesari fundarins var Dr. Valerie J. Sutherland, ráðgjafi hjá Sutherland Bradley Associates í Bretlandi. Erindi hennar kallaðist Hámörkun árangurs og vellíðunar á vinnustað: stefnumiðuð nálgun við streitustjórnun. Dr. Sutherland lagði áherslu á að of mikil streita væri ekki einungis vandamál þeirra starfsmanna sem upplifðu hana heldur bæru stjórnendur, vinnustaðir og þjóðfélagið allt ábyrgð. Streita væri í raun þjóðfélagslegt vandamál því vinnutengd streita hafi neikvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan og einkalífið einnig.  Hún benti á að kostnaður vegna neikvæðra heilsufarslegra og félagslegra afleiðinga streitu leggist á skattborgarana og þörf væri á heildrænni nálgun við að ná tökum á streitu.

 

Dr. Sutherland kynnti ýmsar aðferðir við streitustjórnun og lagði m.a. áherslu á þríþætta aðferð sem vinnustaðir geta notað og felur í sér að auka meðvitund og umræðu um streitu, greina aðstæður og koma á margþættum aðgerðum. Hún lagði áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar streitu frekar en að bregðast aðeins við aðstæðum sem upp koma. Streitustjórnun væri langtímaferli sem þyrfti að innleiða í almenna öryggis- og heilbrigðisstefnu fyrirtækja og vinnuferla á vinnustöðum þannig að streitustjórnun verði hluti af daglegum vinnubrögðum og stjórnunarháttum.

 

Einnig tók til máls Svava Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Í erindi sínu fjallaði hún um heilsuvernd á vinnustað sem felur í sér að auka þekkingu á áhættuþáttum, að greina heilsufarshættur á vinnustaðnum og forvarnarstarf sem miðar að því að koma í veg fyrir vanlíðan og heilsutjón sem stafa kann af vinnu eða vinnuskilyrðum.

 

Breytingar sem urðu á Vinnuverndarlögunum nr. 46/1980 vorið 2003 fólu meðal annars í sér að atvinnurekandi ber ábyrgð á að gert sé sérstakt áhættumat þar sem meta skal áhættu í starfi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna og áhættuþátta í vinnuumhverfi. Ennfremur ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé áætlun um heilsuvernd sem byggð er á áhættumatinu, þ.e. áætlun um forvarnir, þar á meðal um aðgerðir sem grípa þarf til í því skyni að draga úr atvinnutengdum sjúkdómum og slysum.

 

Ása G. Ásgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu kynnti, í erindi sínu, starf Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum. Heilsuefling á vinnustað felur í sér að bæta líkamlega, andlega og félagslega færni vinnandi fólks og starfi Landsnetsins er ætlað að: auka almennan skilning á gildi heilsueflingar á vinnustöðum; stuðla að því að umræða um lýðheilsu og vinnuvernd fái greiðari aðgang að vinnustöðum en er í dag; og að auka ábyrgð og þátttöku þeirra sem í hlut eiga svo sem vinnuveitenda, starfsfólks, stjórnenda, félagasamtaka, fulltrúa vinnumarkaðarins, fagfólks og hins opinbera. Sérstök áhersla er þó lögð á að auka ábyrgð og frumkvæði stjórnenda og að heilsueflingin sé byggð inn verkferla og stefnumótun í fyrirtækjum og verði þannig mikilvæ