Fréttir

Stormur í vatnsglasi? Um samfélagsleg áhrif stóriðjuframkvæmda á Austurlandi

7.2.2006

Kjartan Ólafsson heldur erindi í hádegisfundaröð Rannsóknastofu í vinnuvernd um áhrif álvers- og virkjunarframkvæmda á Austurlandi á efnahag og vinnumarkað. Sérstök áhersla verður lögð á samanburð á stöðu karla og kvenna.
Kjartan er sérfræðingur á Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri. RHA hefur tengst athugunum á samfélagsáhrifum stóriðjuframkvæmdanna allt fá árinu 2000 og frá árinu 2004 unnið að viðamiklu rannsóknarverkefni sem miðar að því að meta áhrif framkvæmdanna á samfélag og vinnumarkað (einkum á Austurlandi) á framkvæmdatímanum.

Staður: Háskóli Íslands, Lögberg stofa 101.
Stund: fimmtudagur 9. febrúar kl. 12 ? 13.

Fundurinn er opinn öllum