Fréttir

Starfsmenn undir smásjánni? Rafrænt eftirlit með einstaklingum á vinnustöðum - 17. nóv. 2004

10.11.2004

Starfsmenn undir smásjánni? Rafrænt eftirlit með einstaklingum á vinnustöðum - 17. nóv. 2004 Vinnueftirlitið, Landlæknisembættið,

Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Rafiðnaðarsamband Íslands og Rannsóknastofa í vinnuvernd boðað er til máþingsins Starfsmenn undir smásjánni? Rafrænt eftirlit með einstaklingum á vinnustöðum, miðvikudaginn 17. nóvember kl. 8.30 ? 10.30 á Grand Hóteli í Reykjavík.
Tækniþróunin hefur fært atvinnurekendum ný tæki í hendur til að hafa nákvæmt eftirlit með vinnu og afköstum starfsmanna t.d. með sítengingu þeirra við tölvurita, eftirliti með tölvupósti, netnotkun og símasamskiptum starfsmanna og notkun eftirlitsmyndavéla á vinnusvæðum. Því hafa vaknað ýmsar áleitnar spurningar um persónuvernd, vinnuskipulag og líðan starfsmanna sem vinna undir slíku einstaklingseftirliti. Ný rannsókn, sem kynnt verður á málþinginu, sýnir að um 18% starfsmanna hér á landi segjast vinna undir þessari tegund eftirlits, en all margir segjast ekki vita hvort svo sé.
Á fundinum verður fjallað um reglur um rafræna vöktun starfsmanna, sem öðlast gildi á næstu dögum. Einnig verður fjallað um niðurstöður nýrrar rannsóknar um umfang og einkenni rafræns eftirlits á vinnustöðum, líðan starfsmanna og persónuvernd og um þátt stéttafélaga.
Dagskrá málþingsins