Fréttir

Starfsmannaheilsuvernd: Lungnasjúkdómar og vinna

25.8.2006

Í viðtali við Gunnar Guðmundsson lungnalækni um lungnasjúkdóma og lungnamælingar, sem birt er í  Lyfjatíðindum (3 tbl., 2006 bls. 9- 12), koma fram mikilvæg atriði er lúta að atvinnutengdum lungnasjúkdómum og mikilvægi þess að fylgjast með atvinnusjúkdómum.

Gunnar er spurður tveggja spurninga sem mikilvægt er að þeir sem sinna starfsmannaheilsuvernd kunni svör við. Fylgja þessar spurningar og svör Gunnars hér á eftir með leyfi hans og ritstjóra Lyfjatíðinda.

 Í fyrsta lagi er spurt: ?....hvenær á að gera lungnamælingar og hjá hvaða hópum??

?Það á að gera lungnamælingar hjá öllum reykingamönnum sem orðnir eru 40 ára og eldri, jafnvel þótt þeir séu einkennalausir og leiti ekki á heilsugæslustöð vegna lungnaeinkenna. Þannig má finna þá sem eru að fá langvinna lungnateppu á frumstigi og gera sérstakt átak til tóbaksbindindis.  Hitt reykingafólkið sem er með eðlilega öndunarmælingu má fræða um aðrar afleiðingarreykinga. Sjúklingar sem hafa einkenni sem benda til lungnasjúkdóms á að sjálfsögðu að mæla en þau einkenni geta verið til dæmis mæði, hósti, andþyngsli eða brjóstverkir. Lungnamælingar eru nauðsynlegar til stigunar lungnateppusjúkdóma og til að fylgjast með árangri meðferðar hjásjúklingum  með lungnasjúkdóma en líka til þess að greina atvinnusjúkdóma í öndunarfærum vegna mengunar eins og ryks, reyks, eða lofttegunda sem fylgja vissri atvinnustarfsemi. Reglubundin lungnamæling í eftirlitsskyni er yfirleitt gagnleg forvarnaraðgerð á vinnustað með loftmengun en einnig á stöðum þar sem hlutfall reykingamanna meðal starfsmanna er hátt. Markmið þeirra er að draga úr tíðni og alvarleika sjúkdóma í lungum sem stafa af áhættuþáttum í umhverfinu, þar með talið sígarettureyk".

 Í öðru lagi er spurt:  ?Hvaða áhættuþættir geta verið til staðar á vinnustöðum fyrir lungnasjúkdóma??

 ? Þeir eru margir. Ryk í bakaríum og korngeymslum (mjöl, ensím og bragðefni), gufa af tveggja þátta plastefnum, þ.m.t. málningu, gufa af efnum sem notuð eru í hárgreiðslu og heyryk eru nokkur sem geta valdið astma. Það á líka við um málmgufur, flúoríð og önnur efnasambönd. Eitraðar lofttegundir eins og köfnunarefnisoxíð og brennisteinsdíoxíð, málmsambönd eins og áloxíð og kadmíumoxíð og ýmiskonar ertandi ryk auka hættu á langvinnu lungnakvefi. Áhættuþættir fyrir herpusjúkdóma á vinnustöðum eru hinsvegar kvartsryk frá sandi (innfluttum), leir eða önnur efni sem innihalda kvarts, kolaryk, asbestryk, talkúm og ýmis málmsambönd. Það er því nauðsynlegt að huga að lungum í heilsuvernd starfsfólks sem vinnur með þessi efni eða í umhverfi þeirra og andar þeim ef til vill stöðugt að sér. Ef fólk sem reykir greinist með lungnasjúkdóm þá er mjög mikilvægt að það hætti að reykja.?