Fréttir

Staðlar

15.12.2010

Hér fyrir neðan eru krækjur á þær reglugerðir sem heyra undir verksvið Vinnueftirlitsins og settar eru til innleiðingar á Evróputilskipunum. Einnig krækjur á tilskipanirnar og þá staðla sem tilheyra reglugerðunum.
  
Reglugerð nr. 260/2012 um úðabrúsa
Reglugerðin var sett til innleiðingar á tilskipun nr. 75/324/EB eins og henni var breytt 1994 og 2008. Hér er hægt að nálgast staðla um úðabrúsa. Ef krækjan færir þér eingöngu auða leitarvél þá gæti það verið vegna öryggisstillinga í tölvu þinni. Sláðu þá inn CEN TC 261 í reitinn Tækninefnd og veldu leita. Þá ætti að birtast listi yfir staðla tilheyrandi reglum nr. 98/1996.
 
Reglugerð nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað
Reglugerðin er sett til innleiðingar á vélatilskipun, nr. 2006/42/EB.
Hérna er hægt að finna þá Evrópustaðla sem tengjast vélum, flokkaða eftir efnisflokkum.
 
Reglugerð nr. 367/2006 um notkun tækja
Reglugerðin var sett hér á landi til innleiðingar á tilskipun um notkun tækja nr. 89/655/EBE með síðari breytingum skv. tilskipunum nr. 95/63/EB og nr. 2001/45/EB. Í II. viðauka, 4 kafla reglnanna er vísað til almennt viðurkenndra staðla varðandi samsetningu og útfærslu vinnupalla. Hér eru krækjur yfir á staðla varðandi m.a. vinnupalla, stiga o.fl. Ef krækjurnar færa þér eingöngu auða leitarvél þá gæti það verið vegna öryggisstillinga í tölvu þinni. Sláðu þá inn CEN TC 53 í reitinn Tækninefnd og veldu leita til að finna staðla yfir vinnupalla. Til að finna staðla yfir stiga sláðu inn EN 131 í reitinn númer staðals og þá ætti staðlaröðin EN 131 um stiga að birtast.
 
Reglugerð nr. 341/2003 um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur, með síðari breytingum
Reglugerðin, með breytingum frá 2009 var sett til innleiðingar á tilskipun nr. 95/16/EB. Hér er hægt að nálgast staðla tengda reglugerðinni. Ef krækjan færir þér eingöngu auða leitarvél þá gæti það verið vegna öryggisstillinga í tölvu þinni. Sláðu þá inn CEN TC 10 í reitinn Tækninefnd og veldu leita. Þá ætti listi yfir staðla tilheyrandi rg. nr. 341/2003 að birtast.
Hérna eru staðlarnir flokkaðir eftir efnisflokkum.
 
Reglugerð nr. 668/2002 um togbrautarbúnað til fólksflutninga
Reglugerðin var sett til innleiðingar á tilskipun nr. 2000/9/EB. Hér er hægt að nálgast staðla tengda reglugerðinni. Ef krækjan færir þér eingöngu auða leitarvél þá gæti það verið vegna öryggisstillinga í tölvu þinni. Sláðu þá inn CEN TC 242 í reitinn Tækninefnd og veldu leita. Þá ætti listi yfir staðla tilheyrandi rg. nr. 668/2002 að birtast.
Hérna eru staðlarnir flokkaðir eftir efnisflokkum.
 
Reglur nr. 762/2001 um færanlegan þrýstibúnað
Reglurnar voru settar til innleiðingar á tilskipun nr. 1999/36/EB. Hér er hægt að finna leiðbeiningar og upplýsingar um þrýstibúnaðartilskipunina.
 
Reglur nr. 571/2000 um þrýstibúnað
Reglurnar voru settar til innleiðingar á tilskipun nr. 97/23/EB. Hér er hægt að nálgast staðla tengda reglunum.
 
Reglur nr. 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við tímabundna mannvirkjagerð
Reglurnar voru settar hér á landi til innleiðingar á tilskipun nr. 92/57/EBE. Reglunum var breytt 1999. Ekki er vísað til staðla í reglunum. Varðandi breytingar á viðauka IV. í framangreindri tilskipun, 92/57/EBE, er vísað til tilskipana um tæknilega samræmingu og stöðlun tengt bráðabirgða- eða færanleg byggingasvæði. Hér eru krækjur yfir á staðla varðandi bráðabirgða- eða færanleg byggingasvæði, þ.e. um vinnupalla og stiga. Ef krækjurnar færa þér eingöngu auða leitarvél þá gæti það verið vegna öryggisstillinga í tölvu þinni. Sláðu þá inn CEN TC 53 í reitinn Tækninefnd og veldu leita til að finna staðla yfir vinnupalla. Til að finna staðla yfir stiga sláðu inn EN 131 í reitinn númer staðals og þá ætti staðlaröðin EN 131 um stiga að birtast.
 
Reglur nr. 108/1996 um tæki sem brenna gasi
Reglurnar voru settar til innleiðingar á tilskipun nr. 90/396/EB. Hér er hægt að nálgast staðla tengda reglunum. Hér er hægt að finna leiðbeiningar og upplýsingar um tæki sem brenna gasi.
 
Reglur nr. 99/1996 um einföld þrýstihylki
Reglurnar voru settar til innleiðingar á tilskipun nr. 87/404/EB. Hér er hægt að nálgast staðla tengda reglunum.
 
Reglur um gerð persónuhlífa nr. 501/1994
Reglurnar voru settar til innleiðingar á tilskipun nr. 89/686/EBE og er víða vísað í staðla í reglunum. Hér eru staðlar tilheyrandi reglunum. Hérna er hægt að nálgast staðlana, flokkaða eftir efnisflokkum.
 
Reglur nr. 331/1989 um röraverkpalla
Reglurnar byggja ekki á tilskipun en fram kemur í 5. gr. reglnanna að röraverkpallar skulu hannaðir samkvæmt viðurkenndum stöðlum. Hérna er hægt að nálgast þá Evrópustaðla sem fjalla um röraverkpalla. Ef krækjan færir þér eingöngu auða leitarvél þá gæti það verið vegna öryggisstillinga í tölvu þinni. Sláðu þá inn CEN TC 53 í reitinn Tækninefnd og veldu leita. Þá ætti listi yfir viðeigandi staðla að birtast.
 
Auk ofangreinds eru til staðlahópar sem fjalla um stöðlun afmarkaðra þátta. Hér er hægt að finna lista yfir alla staðlahópana og síðan er hægt að velja að sjá þá staðla sem gefnir hafa verið út af viðkomandi hópi auk þeirra sem eru í undirbúningi af hálfu hópsins.
 
Leitarvél Staðlaráðs er einnig gott verkfæri til að finna staðla.