Fréttir

Slysavakt Vinnueftirlitsins

20.4.2011

1. Allir virkir dagar - milli kl. 08:00-16:00.
Hafið samband við viðkomandi umdæmisskrifstofu þar sem vinnuslys verður.
2. Kvöld, helgar og frídagar ? nema páskar, hvítasunna, jól og áramót
Hafið samband við slysavakt Vinnueftirlitsins. Símanúmer vaktmanns er uppgefið á símsvara stofnunarinnar í síma 550 4600. Vakthafandi eftirlitsmaður á höfuðborgarsvæðinu tekur á móti öllum símtölum sem berast vegna vinnuslysa á landsvísu á ofangreindum tíma.

3. Stórhátíðir: páskar, hvítasunna, jól og áramót.
Ekki er starfandi slysavakt hjá stofnuninni á eftirfarandi tímabilum yfir stórhátíðir:
     Páskar: Frá kl. 16:00 miðvikudag fyrir páska ? þriðjudags eftir páska kl. 08:00
     Hvítasunna: Frá kl. 16:00 föstudag fyrir hvítasunnu ? þriðjudags eftir hvítasunnu kl. 08:00
     Jól: Frá 23/12  kl. 16:00 ? 27/12 kl. 08:00
     Áramót: Frá 30/12 kl. 16:00 ? 2/1 kl. 08:00

Erindum vegna vinnuslysa er vísað til lögreglunnar yfir þessar hátíðir. Athugið að tilkynna skal vinnuslys næsta virka dag eftir hátíðirnar til Vinnueftirlitsins.