Fréttir

Skýrsla um hættutilvik í olíustöðinni í Örfirisey í nóvember 2009

27.3.2010

Um miðnætti aðfaranótt 22. nóvember 2009 barst Neyðarlínunni tilkynning um bensínleka í olíustöðinni í Örfirisey. Vaktmaður Securitas hf sem hóf vaktstörf í stöðinni aðfaranótt sunnudags 22.11.2009 kl. 00:00 fann á sinni reglubundnu göngu um stöðina bensínlykt við dæluhús og í framhaldi bensínleka undan hurð hússins og heyrði hljóð frá dælu sem þar var í gangi. Meira