Fréttir

Skipulag vinnutíma og félagslegar afleiðingar

21.2.2008

Í nýútkominni norrænni skýrslu er fjallað um hvernig skipulag vinnutíma hefur mismunandi félagsleg áhrif. Langur vinnudagur tengdist minna jafnvægi milli vinnu og einkalífs og verri líðanar hjá konum. Slík tengsl voru ekki eins skýr hjá körlum. Óhefðbundinn vinnutími hafði almennt neikvæð áhrif á jafnvægi milli vinnu og annarra þátta, meðan að geta starfsmanns til að stjórna nokkru um vinnutíma tengdist betra jafnvægi og betri líðanar. Þó sveigjanleiki sé almennt til góðs þá fylgir honum oft önnur ábyrgð og aðrar skyldur sem starfsmenn þurfa að bregðast við til þess að mæta sínum persónulegum þörfum. Til að bæta vinnuumhverfi er mikilvægt að huga að því hvernig vinnutími er skipulagður m.t.t þeirra starfsmanna sem þar vinna. Skýrsla þessi er tilraun til að setja á einn stað nokkuð af þeirri þekkingu sem til er á þessu sviði. Skýrslan er á ensku og geta áhugasamir lesið um hana í tenglinum hér að neðan

Kristinn Tómasson, dr.med
Yfirlæknir vinnueftirlitsins

http://norden.org/pub/velfaerd/arbetsmiljo/uk/TN2007607.pdf