Fréttir

Sigurvegarar í myndbanda- og veggspjaldakeppninni Örugg frá upphafi.

25.10.2006

Myndbanda- og veggspjaldakeppnin Örugg frá upphafi, sem opin var börnum og ungu fólki að 20 ára, var haldin 25. sept. ? 15. okt. sl.

Markmiðið með keppninni er að veita börnum og ungu fólki tækifæri til að koma skilaboðum eða hugmyndum sínum á framfæri um hvaða þættir stuðla að öryggi, heilbrigði og vellíðan í vinnu og hvaða hættur geta fylgt henni. Leitað var eftir frumleika og vönduðum vinnubrögðum. Keppnin var haldin í tengslum við árlegt átak er kallast Vinnuverndarvikan og hefur hún að þessu sinni yfirskriftina Örugg frá upphafi og er helgað ungu fólki og vinnuvernd.  Verðlaun voru afhent á morgunverðarfundi á Grand Hóteli 24. okt. sl.

Keppnin var haldin í samstarfi við  Lýðheilsustöð, Græna Krossinn og BT.

1. verðlaun í myndbandakeppninni
Anna Bergljót Gunnarsdóttir 
Ingólfur Arason
Sunna María Helgadóttir
Sæmundur Rögnvaldsson
Þórunn Guðjónsdóttir
Félagsmiðstöðin Selið - kvikmyndaklúbbur
Sjá myndband

2.  verðlaun í myndbandakeppninni
Andri Björn Birgisson
Arnar Már Vignisson
Atli Axfjörð Friðgeirsson
Lárus Þór Jóhannsson
Vigfús Almar Eyjólfsson
Flensborgarskóli
Sjá myndband

3. verðlaun í myndbandakeppninni
Sigurgeir Ólafsson
Valþór Ingi Einarsson
7. bekk Hólaskóla í Hjaltadal 
Sjá myndband 

1. verðlaun í veggspjaldakeppninni
Nemendur í 6.- 8. bekk grunnskólans að Hólum í Hjaltadal

2. verðlaun í veggspjaldakepnninni
Sigrún Sól Eyjólfsdóttir, nemi í 9. bekk Hlíðaskóla

3. verðlaun í veggspjaldakeppninni
Guðmundur Hallur Hallsson
Fjölbrautarskóli Suðurnesja