Fréttir

Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða í öryggis- og heilsuverndarstarfi

5.4.2004

Nýlega kom út rit sem fjallar um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða (gender mainstreaming) þegar unnið er að öryggi og heilsuvernd á vinnustað. Ritið var gefið út á vegum Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar. Á vefsíðu stofnunarinnar er einnig að finna yfirlitssíðu um efni tengt kynferði og vinnuvernd.

Í ritinu, sem er á ensku, er lögð er áhersla á að hingað til hafi ekki verið hugað nóg að þessum sjónarmiðum hvorki þegar um er að ræða aðsteðjandi hættur á vinnustað né mismunandi starfssvið kvenna og karla. Mat á áhættu hafi oft verið almennt og ekki tekið tillit til mismunar kynjanna. Í rannsóknum hafi þess oft ekki verið gætt að birta sérstaklega niðurstöður varðandi konur og karla heldur hafi kyn verið tekið með í reikninginn með tölfræðilegum aðferðum eða litið á vinnuhópinn í heild eins og kynferðið skipti ekki máli. Hér á eftir fylgir stuttur útdráttur en þeir, sem vilja kynna sér ritið í heild, geta smellt á eftirfarandi slóð: http://agency.osha.eu.int/publications/reports/209/en/ReportgenderEN.pdf.

Atvinnuþátttaka kvenna jókst til mikilla muna í flestum löndum Evrópusambandsins á síðasta áratug tuttugustu aldar. Konur eru um 42% vinnuafls í löndum Evrópusambandsins en atvinnuþátttaka er þó mismunandi í þátttökulöndunum. Á síðari árum hafa líka orðið gagngerar breytingar á störfum og vinnuumhverfi, stefnum og straumum á vinnumarkaði. Allt hefur þetta áhrif á vinnu fólks og heilsu.

Þótt mikið hafi breyst á undanförnum árum er vinnumarkaðurinn enn sem fyrr mjög kynjaskiptur sem leiðir til þess að karlar og konur eru útsett fyrir ólíkum áreitum í vinnunni. Þetta á við þótt þau vinni í sömu atvinnugrein og á sama vinnustað. Þetta getur jafnvel átt við þótt störfin séu að nafninu til þau sömu. Á vinnustöðum er líka viðloðandi stéttaskipting þannig að karlar eru líklegri en konur til að vera í yfirmannastöðum.

Konur eru fremur en karlar í ótryggum láglaunastörfum og það hefur áhrif á líðan þeirra og heilsu. Misrétti bæði innan og utan vinnustaða getur haft víðtæk áhrif á heilsu kvenna.

Evrópusambandið hvetur til aukinnar atvinnuþátttöku bæði kvenna og karla og leggur áherslu á að bæta vinnuaðstöðu og líðan þar sem þess er þörf. Jafnrétti kynjanna er undirstöðuatriði. Í samræmi við þetta hefur sambandið að markmiði á árunum 2002-2006 að flétta kynja- og jafnréttissjónarmið inn í alla stefnumótun að því er varðar heilsuvernd og öryggi starfsmanna. Þetta er nýtt leiðarljós því að fram til þessa hefur heilsuvernd starfsmanna verið kynlaus í þeim skilningi að sama hefur átt yfir alla að ganga. Augu manna hafa á hinn bóginn opnast fyrir því að þetta er hvorki raunhæft né skynsamlegt vegna þess að samþætting vinnu og einkalífs kvenna og aðstæður á vinnustöðum eru öðru vísi en karla. Nauðsyn ber því til að taka ólíkt á málum karla og kvenna í öllu forvarnarstarfi á vinnustöðum.

Bæði konur og karlar geta verið í hættu í vinnunni

Ef auka á atvinnuþátttöku kvenna og karla verður að sjá til þess að fólk þurfi ekki að hætta vinnu vegna vinnuslysa eða vinnutengdra sjúkdóma. Vinnan verður að samræmast fjölskyldulífi. Bæði konur og karlar eiga að geta unnið við viðunandi aðstæður hvort heldur er við umönnun eða byggingastörf. Slys og sjúkdómar kosta mikið. Hingað til hefur meiri gaumur verið gefinn að hættum sem steðja að körlum en konum á vinnustað þótt bæði karlar og konur vinni störf þar sem heilsu þeirra er hætta búin. Því er mikilvægt að gera nákvæma áhættugreiningu á hverjum vinnustað. Vel má vera að heilsufarshættur, sem tengjast vinnu kvenna, hafi ekki verið metnar sem skyldi vegna þess að þær liggja ekki í augum uppi.

Mismunandi störf ? ólík áhætta

Mismunandi störfum fylgir ólík áhætta. Vegna þess hve störf kvenna og karla eru ólík fylgir þeim mismunandi áhætta. Almennt má segja að karlar verði fremur fyrir slysum og meiðslum í vinnunni en konur en konur kvarta fremur undan verkjum og streitu.

Konur eru líklegri en karlar til að vinna í umönnunar- og þjónustustörfum en karlar á hinn bóginn í stjórnunar-, tækni- eða almennum verkamannstörfum. Innan sama geira eru konur og karlar gjarnan í ólíkum störfum og karlar eru líklegri til að sitja við stjórnvölinn en konur. Jafnvel þar sem konur og karlar eru sögð vera í sama starfi eru viðfangsefnin oft á tíðum ekki þau sömu. Konur vinna mun fremur hlutastörf en karlar en hlutastarf býður síður upp á framgang í starfi en fullt starf. Konur eru líka líklegri en karlar til að vinna hjá hinu opinbera eða í litlum fyrirtækjum og vera ráðnar tímabundið.

Kynjabundinn mismunur heima fyrir ? ójöfn verkaskipting á heimilinum eykur vinnubyrði kvenna

Annar áberandi mismunur er að enn hvílir meginábyrgð á ólaunuðu starfi heima fyrir á herðum kvenna og gildir oft þótt konurnar vinni fulla vinnu utan heimilis. Þetta eykur vinnuálag þeirra en því er ekki að neita að langur vinnudagur karla kemur þarna líka við sögu vegna þess að karlarnir eiga þá ekki hægt um hönd að taka sömu ábyrgð heima fyrir og konurnar.

Mismunandi áhætta í vinnuumhverfinu ? mismunandi heilsufar

Kynjabundinn aðskilnaður á vinnumarkaðinum leiðir til afar ólíkra vinnuaðstæðna og þar af leiðandi mismunandi áhættu í vinnuumhverfinu og mismunandi heilsufars. Þar á ofan eru starfsmenn sem vinna hálfa vinnu skemur útsettir fyrir heilsuspillandi vá í vinnuumhverfinu. Vel gert áhættumat er eina leiðin til að kanna hvaða heilsuspillandi þættir eða slysagildrur leynast í vinnuumhverfinu og hvort háskinn hafi mismunandi áhrif á heilsu karla og kvenna. Þótt vinnutíminn sé tekinn með í reikninginn verða karlar meir fyrir slysum og meiðslum í vinnunni en konur en konurnar kvarta meir um óþægindi frá efri útlimum og streitu. Vinnutengd krabbamein eru tíðari meðal karla en kvenna en þó eru til þær atvinnugreinar þar sem þessu er öfugt farið. Asma og ofnæmi er algengara meðal kvenna en karla.

Konur fá fremur vinnutengda húðsjúkdóma en karlar en heyrnartap vegna hávaða er algengara hjá körlum vegna þess að þeir eru vinna oftar störf þar sem hávaði er mikill. Konur eru útsettar fyrir smitsjúkdómum t.d. í umönnunarstörfum og í kennslu. Karlar þurfa oft að lyfta þungum byrðum en konur t.d. í ræstingu, framreiðslustörfum og í umönnun þurfa líka að lyfta og bera þungar byrðar. Konur í ?léttum? störfum eins og færibandavinnu, við innslátt á tölvu og aðrar þær sem hafa lítið að segja til um það, sem þær eru að gera, fá oft verki í efri útlimi, herðar, axlir og handleggi. Í störfum af þessu tagi er oft um að ræða sí