Fréttir

Samspil sálfélagslegs vinnuumhverfis, stöðu og þess að leita læknis

16.11.2009

Í nýrri grein sem birtist í tímaritinu Disability Medicine  er sagt frá rannsókninni:? A NATION-WIDE STUDY OF PSYCHOSOCIAL STRAIN AT WORK AS A PREDICTOR OF SEEKING MEDICAL ATTENTION?,  en höfundar hennar eru Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, Kristinn Tómasson og Hólmfríður K. Gunnarsdóttir. Greinin fjallar um samspil sálfélagslegs vinnuumhverfis, stöðu og þess að leita læknis vegna ýmissa kvilla og sjúkdóma. Greinin byggir á rannsókn meðal bankamanna sem unnin var árið 2002 og var með 80% svörum.  Rannsóknin sýnir þeir að þeir sem voru í þjónustu og ráðgjafa störfum eða stjórnunarstörfum voru frekar úrvinda eða töldu vinnu sína mjög krefjandi eða streituvaldandi. Á sama hátt voru þeir sem töldu vinnu sína andlega erfiða með þessu hætti líklegri til að leita sér læknis vegna ýmissa sál ? líkamlegra kvilla. Greinina má lesa í heild í blaðinu á bls 20 til 24. í hlekknum sem fylgir http://www.abime.org/documents/Journalv7n3.pdf