Fréttir

Samningur við Hólmfríði K. Gunnarsdóttur um akademískt gestastarf

19.5.2009

Þann 13. maí sl. var undirritaður í Háskóla Íslands samningur um akademískt gestastarf milli Háskóla Íslands, þ.e. félags- og mannvísindadeildar, hjúkrunarfræðideildar og Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum, og Hólmfríðar Kolbrúnar Gunnarsdóttur. Hólmfríður er doktor í heilbrigðisvísindum og hefur starfað sem aðstoðardeildarstjóri rannsókna- og heilbrigðisdeildar Vinnueftirlitsins. Hún hefur um árabil lagt sérstaka áherslu á rannsóknir á vinnutengdri heilsu og heilsufari ólíkra starfs- og þjóðfélagshópa.Hólmfríður lætur af stöfum hjá Vinnueftirlitinu 31. maí næstkomandi.
Samkvæmt samningnum mun Hólmfríður gegna starfi gestaprófessors við HÍ til fimm ára. Samningurinn nær til samstarfs á fræðasviðum félags- og mannvísindadeildar, hjúkrunarfræðideildar og Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum.
Greinar um rannsóknir Hólmfríðar má finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins, www.vinnueftirlit.is, undir hlekknum rannsóknir.