Fréttir

Samningur um verkaskiptingu eftirlits í flotkvíum, dýpkunarprömmum og öðrum prömmum

4.5.2009

 Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins og Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri við undirritun samningsins


Þann 30 apríl sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Vinnueftirlitsins og Siglingastofnunar Íslands um eftirlit í flotkvíum, dýpkunarprömmum og öðrum prömmum.

Vinnueftirlitið og Siglingastofnun settu á stofn vinnuhóp árið 2008, skipuðum fulltrúum stofnananna, til að fjalla um verkaskiptingu á eftirliti í flotkvíum, dýpkunarprömmum og öðrum prömmum, en sérstaða þessara fljótandi fara er nokkur hvað varðar tæki og búnað. Vinnuhópurinn hélt nokkra fundi og kom sér síðan saman um samstarfsamning þar sem m.a. er lýst hlutverki hvors eftirlitsaðila og skýrð mörk verksviða.

Samkvæmt samningnum eru vinnuvélar, s.s. gröfur, kranar og lyftarar, sem notaðar eru um borð í flotkvíum, dýpkunarprömmum og öðrum prömmum, háðar eftirliti Vinnueftirlitsins.  Einnig hefur Vinnueftirlitið eftirlit með vinnuvélum og tækjum um borð í prömmum og flotkvíum sem eru sama eðlis og vinnuvélar og tæki sem eru eftirlitsskyld hjá Vinnueftirlitinu samkvæmt gildandi lögum og reglum. Siglingastofnun annast skoðanir á þeim þáttum í flotkvíum og prömmum sem falla undir skipaskoðun, s.s. bolskoðun, búnaðarskoðun, vélskoðun, stöðugleikaskoðun og almennt það sem þarf með tilliti til haffæris, sbr. verklagsreglur Siglingastofnunar.

Sjá samning