Fréttir

Samanburðarrannsókn á vinnuverndarlöggjöf Norðurlandanna

20.8.2009

Vinnueftirlitið hefur hafið vinnu að samanburðarrannsókn á vinnuverndarlöggjöf allra Norðurlandanna, þ.e. Íslands, Danmörku, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands.  Er það að mestu leiti fjármagnað af Norrænu ráðherranefndinni og er það liður í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2009 (sjá meðfylgjandi PDF skjal, bls. 15).  Er markmið rannsóknarinnar að gera samanburðarrannsókn á gildissviði, framkvæmd og eftirfylgni vinnuverndarlaganna með það að markmiði að samræma norræna löggjöf á sviði aðbúnaðar, hollustuhátta og öryggis á vinnustöðum.  Verkefnastjóri rannsóknarinnar er Björn Þór Rögnvaldsson lögfræðingur Vinnueftirlitsins og starfsmaður verkefnisins er Helga Rún Hafliðadóttir lögfræðingur.  Áætlað er að verkefninu ljúki með útgáfu skýrslu í júní 2010.