Fréttir

Reyklaust vinnuumhverfi við heimaþjónustu

7.12.2005


Nokkrar fyrirspurnir hafa borist Vinnueftirlitinu bæði formlegar og óformlegar varðandi rétt starfsfólks á reyklausu vinnuumhverfi í heimaþjónustu, t.d. við heimahjúkrun og heimilisaðstoð af ýmsu tagi. Engin vafi leikur á að sú starfsemi sem fer fram á einkaheimilum fellur undir vinnuverndarlögin sem eru nr. 46/1980, sbr. 2. gr. þar sem fram kemur að lögin gildi um alla starfsemi, þar sem einn eða fleiri menn vinna. Jafnframt ber atvinnurekanda að tryggja að gætt sé fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar og hollustuhátta á þeim stað sem starfsmaður hans starfar á, sbr. 13. gr. sömu laga.

Samkvæmt þessu á starfsmaður rétt á góðum aðbúnaði hvort sem hann vinnur inn á einkaheimilum eða inn á annarri starfsstöð. Jafnframt er skýrt að ekki má reykja á vinnustöðum, og er það gert til varnar heilsu og velverð starfsmanna. Eina undantekning sem er á því ákvæði heyrir vonandi brátt sögunni til en það lítur að tóbaksreykingum á veitinga- og skemmtistöðum. Byggt á þessu er eðlileg krafa vinnuveitenda sem veita þjónustu á heimilum fólks eins og til dæmis heimahjúkrun að ekki sé reykt á meðan starfsmaðurinn er við vinnu. Frá þessu eiga ekki að vera aðrar undantekningar en þær sem lúta að neyðarþjónustu lögreglu eða björgunarliðs.

Kristinn Tómasson , dr.med

Yfirlæknir vinnueftirlitsins