Fréttir

Reglur um skjávinnu 498/1994

5.3.2009

Reglur um skjávinnu 498/1994

9. gr.
Augn- og sjónvernd starfsmanna
1. Starfsmenn skulu eiga rétt á að hæfur aðili prófi augu þeirra og sjón á viðeigandi hátt áður en skjávinna hefst 
     - með jöfnu millibili eftir það 
     - ef fram koma vandkvæði tengd sjón sem gætu átt rót að rekja til skjávinnu.

2. Starfsmenn skulu eiga rétt á skoðun hjá augnlækni ef niðurstöður prófsins sem um getur í 1. mgr. gefa til kynna að þess þurfi.

3. Sjá verður starfsmanni fyrir sérstökum búnaði til úrbóta sem hæfir því starfi sem um er að ræða ef niðurstöður prófsins eða skoðunarinnar sem um getur í 1. og 2. mgr. sýna að það sé nauðsynlegt og ekki er hægt að nota venjuleg gleraugu, snertilinsur eða þvíumlíkt.

4. Ráðstafanir sem gerðar eru samkvæmt þessum reglum mega aldrei hafa í för með sér aukakostnað fyrir starfsmenn.