Fréttir

Reglur nr. 98/202 um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna set geta

5.3.2009

Reglur nr. 98/2002 um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum

11. gr.
Skrá yfir starfsmenn
1. Atvinnurekandi skal halda skrá yfir þá starfsmenn sem starfa á vinnusvæði innan fyrirtækis eða stofnunar þar sem heilsu og öryggi manna er hætta búin. Í skránni skal tilgreina um hvers konar starf er að ræða og, ef unnt er, frá hvaða efni sem getur valdið krabbameini eða stökkbreytingu mengunin stafaði, ásamt lýsingu á mengun, slysum og óhöppum, eftir því sem við á.

2. Atvinnurekandi skal varðveita skrána skv. 1. mgr. (1. gr. fjallar um gildissvið reglugerðarinnar) í 40 ár eftir að starfsmaður lætur af störfum með efni sem getur valdið krabbameini eða stökkbreytingu.

3. Vinnueftirlit ríkisins og sá er annast heilsuvernd starfsmanna skv. 12. gr. skulu hafa aðgang að skránni skv. 1. mgr.

4. Þegar starfsemi fyrirtækis eða stofnunar er lögð niður skal afhenda Vinnueftirliti ríkisins eintak af skránni skv. 1. mgr. og skal það varðveita hana í samræmi við ákvæði þetta.

12. gr.
Heilsuvernd starfsmanna
1. Þegar áhættumatið skv. 4. gr. (4. gr. fjallar um áhættumat) gefur til kynna að heilsu og öryggi starfsmanna er hætta búin, skal atvinnurekandi sjá til þess að umræddir starfsmenn njóti heilsuverndar, sbr. XI. kafla laga nr. 46/1980 og gildandi reglur um læknisskoðun og heilsuvernd.

2. Heilsuvernd skv. 1. mgr. skal meðal annars fela í sér að starfsmaður geti gengist undir læknisskoðun áður en hann hefur störf, þar sem hætta er á mengun, og reglulega eftir það. Enn fremur skal vera unnt að koma við aðhlynningu eða úrbótum á hollustuháttum á vinnustað án ástæðulauss dráttar.

3. Hafi starfsmaður orðið fyrir sýkingu eða veikindum sem grunur leikur á að rekja megi til mengunar frá efni sem getur valdið krabbameini eða stökkbreytingu, skal sá læknir sem ber ábyrgð á heilsuvernd starfsmanna gefa öðrum starfsmönnum, sem unnið hafa við sömu aðstæður, kost á að gangast undir læknisskoðun. Þegar svo ber undir skal endurmeta áhættumatið skv. 4. gr.

4. Sá er annast heilsuvernd starfsmanna skal varðveita skrá um heilsuvernd starfsmanns í 40 ár eftir að starfsmaður lætur af störfum með efni sem getur valdið krabbameini eða stökkbreytingu. Fara skal með slíkar upplýsingar sem trúnaðarmál.

5. Sá er annast heilsuvernd starfsmanna skal gera tillögu um hvaða verndar- eða forvarnaráðstafanir skuli gera með tilliti til einstakra starfsmanna, sjá II. viðauka.

6. Atvinnurekandi skal upplýsa og leiðbeina starfsmönnum um hvers konar heilsuvernd þeir eiga kost á eftir að þeir láta af störfum með efni sem getur valdið krabbameini eða stökkbreytingu.

7. Starfsmenn skulu í samræmi við lög og gildandi reglur hafa aðgang að niðurstöðum heilsuverndar er varðar persónu þeirra. Einnig er hlutaðeigandi starfsmönnum eða atvinnurekanda heimilt að krefjast þess að niðurstöður heilsuverndar verði endurskoðaðar.

8. Atvinnurekandi skal tilkynna Vinnueftirliti ríkisins um öll sjúkdómstilfelli eða dauðsföll sem álitin eru afleiðing vegna mengunar af efni sem getur valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustað.

9. Þegar starfsemi fyrirtækis eða stofnunar er lögð niður skal afhenda Vinnueftirliti ríkisins eintak af skránni skv. 4. mgr. og skal það varðveita hana í samræmi við ákvæði þetta.
 

II. VIÐAUKI
Hagnýt ráð um framkvæmd heilsuverndar starfsmanna. (5. mgr. 12. gr.)

Hver sá sem ber ábyrgð á heilsuvernd starfsmanna sem geta orðið fyrir mengun af efnum sem geta valdið krabbameini skal hafa þekkingu á aðstæðum og aðstöðu hvers starfsmanns. 
      Heilsuvernd starfsmanna skal framkvæmd í samræmi við reglur og venjur innan atvinnusjúkdómafræðinnar, og skal að minnsta kosti fela í sér eftirtalið: 
     a) að haldin sé skrá um heilsufarssögu og starfsferil starfsmanns, 
     b) persónulegu viðtali, 
     c) líffræðilegum mælingum, eftir því sem við á, og að veitt sé athygli þeim áhrifum sem koma fram snemma eða geta gengið til baka. 
     Ákveða má frekari prófanir en kveðið er á um í 2. mgr. þessa viðauka, fyrir hvern starfsmann sem fellur undir heilsuvernd, í ljósi nýjustu þekkingar á sviði atvinnusjúkdómafræði á hverjum tíma.

Reglur nr. 699/1995 um vinnu með vínýlklóríðeinliðu falla nú undir Reglur nr. 098/2002 um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum.