Fréttir

Reglugerð um áhættumat komin á ensku

21.3.2007

Reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum hefur verið þýdd yfir á ensku
 
 Í reglugerðinni eru skilgreind ákvæði  á hendur atvinnurekanda að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.  Í reglugerðinni eru einnig ákvæði laga nr. 46/1980 um skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði, þ.m.t. áhættumat, nánar útfærð. Frá og með gildistöku reglugerðarinnar hefur það verið skilyrðislaus skylda allra atvinnurekanda að gera slíka áætlun fyrir fyrirtæki sitt.