Fréttir

Reglugerð 430/2007 um bann við notkun asbests á vinnustöðum

4.3.2009

Reglugerð 430/2007 um bann við notkun asbests á vinnustöðum

9. gr.
Heilsueftirlit
Í þeim tilvikum sem veitt hefur verið undanþága fyrir vinnu með asbest verður að liggja fyrir mat á heilsufari allra starfsmanna áður en þeir hefja vinnu við asbest sbr. 4. gr. (Í 4. gr. segir að notkun asbests á vinnustöðum sé óheimil en Vinnueftirlit ríkisins geti veitt heimild til niðurrifs á byggingum, byggingarhlutum, vélum eða öðrum búnaði sem inniheldur asbest og er vísað til 7. gr. reglugerðarinnar þar sem fjallað er um vinnu við niðurrif og viðhald. Leiki vafi á hvort asbest sé til staðar við niðurrif eða aðra vinnu skuli fara fram greining á viðkomandi efni eða búnaði svo gera megi viðeigandi ráðstafanir sé um asbest að ræða.) Í mati á heilsufari skal felast sérstök brjóstholsskoðun. Í III. viðauka er að finna hagnýt ráð sem taka má mið af í tengslum við klínískt eftirlit starfsmanna.
Nýtt mat verður að liggja fyrir að minnsta kosti þriðja hvert ár á meðan starfsmenn vinna með asbest.
Halda skal skýrslur um heilsufar einstaklinga í samræmi við lög og reglur og á það við um alla starfsmenn sem um er getið í 1. málsgrein. (Í 1. málsgrein segir að reglugerðin gildi um alla starfsemi sem falli undir lög nr. 46/1980 ... og þar sem asbest og vörur, sem hafa asbest að geyma, eru notaðar, framleiddar og meðhöndlaðar á einhvern hátt. Reglugerðin gildi fyrir vörur sem innihaldi asbest sem óhreinindi ef hlutur asbests er 1% eða meiri. Um innflutning, notkun og meðhöndlun asbests að öðru leyti en því sem tilgreint er í þessari reglugerð gildir reglugerð um takmarkanir á innflutningi, notkun og meðhöndlun asbests, nr. 870/2000.)
Í kjölfar þess klíníska eftirlits sem um getur í 2. mgr. (Í 2. gr. segi að markmið reglugerðarinnar sé að fyrirbyggja atvinnusjúkdóma sem innöndun asbests hefur í för með sér.) ætti læknir eða sá aðili sem annast heilsueftirlit starfsmanna að veita ráð um allar verndar- og forvarnarráðstafanir sem gera ætti með tilliti til hvers einstaklings. Þar sem við á geta þær ráðleggingar t.d. falist í því að hlutaðeigandi starfsmaður verði færður á annan stað þar sem ekki er unnið með asbest.
Veita skal starfsmönnum upplýsingar og ráð er varða hvers konar mat á heilsufari þeirra eftir að þeir verða ekki lengur fyrir mengun af asbesti.

10. gr.
Skráning og varðveisla gagna
Atvinnurekandi skal halda skrá yfir starfsmenn í viðvarandi asbestvinnu, þar sem lýst er eðli vinnu þeirra og lengd vinnutíma og þeirri mengun sem þeir hafa orðið fyrir. Læknir sá eða yfirvald sem ber ábyrgð á heilsueftirliti skal hafa aðgang að skrá þessari. Sérhver starfsmaður skal hafa aðgang að þeim upplýsingum í skránni sem hann varða. Starfsmenn eða fulltrúar þeirra skulu hafa aðgang að sameiginlegum upplýsingum í skránni sem ekki tengjast einstaklingum.
Geyma ber skrána sem um getur í 1. mgr. (sjá þar) og heilsufarsskýrslurnar sem um getur í 9. gr. í 40 ár hið minnsta eftir að starfsmaður varð síðast fyrir mengun í samræmi við lög og reglur. Sé starfsemin lögð niður skal koma skránum sem um getur í 1. mgr. til Vinnueftirlits ríkisins til varðveislu.
 Vinnueftirlit ríkisins skal halda skrá yfir tilfelli sem greinast af asbestveiki (asbestosis) og iðraþekjuæxli (mesothelioma).

III. VIÐAUKI
Hagnýt ráð um klínískt eftirlit sem um getur í 9. gr.

1. Rannsóknir hingað til gefa til kynna að verði menn fyrir mengun af lausum asbesttrefjum getur hún leitt til eftirfarandi sjúkdóma: 
     ? asbestveiki, 
     ? iðraþekjuæxlis, 
     ? berkjukrabbameins, 
     ? krabbameins í maga og görnum.

2. Lækni þeim og/eða yfirvaldi sem ber ábyrgð á heilsueftirliti starfsmanna er verða fyrir asbestmengun er skylt að þekkja til skilyrða þeirra eða aðstæðna hjá hverjum starfsmanni.

3. Klínískt eftirlit starfsmanna skyldi framkvæmt í samræmi við starfsreglur og ?venjur atvinnusjúkdómafræðinnar; í henni skyldu að minnsta kosti felast eftirfarandi ráðstafanir: 
     - skráning á heilsufarssögu og starfsferli starfsmanns, 
     - persónulegt viðtal, 
     - almenn læknisskoðun, einkum með tilliti til brjósthols 
     - athugun á öndunarvirkni.
Sá sem ber ábyrgð á heilsufarsskoðuninni tekur ákvörðun um frekari skoðun, svo sem frumufræðipróf á hráka eða röntgen- eða tölvusneiðmyndatöku af brjóstholi, í ljósi nýjustu þekkingar sem atvinnusjúkdómafræðin hefur yfir að ráða.

Reglugerð um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum 921/2006

I. KAFLI

4. gr.
Viðmiðunarmörk og viðbragðsmörk fyrir álag vegna hávaða
Viðmiðunarmörk og viðbragðsmörk fyrir daglegt álag vegna hávaða og hámarkshljóðþrýsting skulu vera eftirfarandi: 
     a. viðmiðunarmörk álags vegna hávaða: LEX,8h = 87 dB(A) og ppeak = 200 Pa (1), 
     b. efri viðbragðsmörk álags vegna hávaða: LEX,8h 85 dB(A) og ppeak = 140 Pa (2), 
     c. neðri viðbragðsmörk álags vegna hávaða: LEX,8h = 80 dB(A) og ppeak = 112 Pa (3).
Þegar álag á starfsmann vegna hávaða á vinnustað er metið með tilliti til viðmiðunarmarka skv. a-lið 1. mgr. skal taka mið af þeirri hljóðdeyfingu sem fæst með þeim heyrnarhlífum sem hann notar við störf sín.

     (1) 140 dB (C) m.v. 20 µPa. 
     (2) 137 dB (C) m.v. 20 µPa. 
     (3) 135 dB (C) m.v. 20 µPa.

Þegar álag á starfsmann vegna hávaða á vinnustað er metið með tilliti til viðbragðsmarka skv. b- eða c-liðum 1. mgr. skal ekki taka tillit til hljóðdeyfingar sem fæst með heyrnarhlífum.
Þar sem álag vegna hávaða við störf breytist verulega frá degi til dags, er heimilt að meta álagið á starfsmenn með tilliti til viðmiðunarmarka og viðbragðsmarka vikulegs álags vegna hávaða í stað viðmiðunarmarka og viðbragðsmarka daglegs álags vegna hávaða þegar eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
a. gildi vikulegs álags vegna hávaða skv. fullnægjandi mati eða mælingu fari ekki yfir viðmiðunarmörk sem nema 87 dB(A), og
b. gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að draga eins og kostur er úr áhættunni sem fylgir hlutaðeigandi starfsemi.

Álag vegna hávaða má aldrei fara yfir viðmiðunarmörk samkvæmt ákvæði þessu, sbr. þó 9. gr. reglugerðar þessarar. (Í 9. gr. er fjallað um undanþágur frá notkun heyrnarhlífa.)

5. gr.
Sérstök vinnusvæði.
Í stjórnklefum, verkstjórnarherbergjum og öðrum stöðum þar sem mikilvægt er að samræður geti átt sér stað skal að því stefnt að hávaði fari ekki yfir 65 dB(A) að jafnaði á vinnutíma. 
     Í mat- og kaffistofum er æskilegt að hávaði fari ekki yfir 60 dB(A) að jafnaði þann tíma sem notkun stendur yfir. 
     Á skrifstofum og öðrum stöðum þar sem gerðar eru miklar kröfur til einbeitingar og samræður eiga að geta átt sér stað óhindrað skal leitast við að hávaði fari ekki yfir 50 dB(A) að jafnaði á vinnutíma.

III KAFLI Heilsufarsskoðanir
12. gr.
Framkvæmd heilsufarsskoðana.
Þegar áhættumat skv. 6. gr. reglugerðar þessarar (í 6. gr. er fjallað um áhættumat) gefur til kynna að heilsu og öryggi starfsmanna sé hætta búin skal atvinnurekandi sjá til þess að umræddum starfsmönnum sé boðin heilsufarsskoðun, sbr. 67. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.
Starfsmenn sem verða fyrir álagi vegna hávaða yfir efri viðbragðsmörkum skv. b-lið 1. mgr. 4. gr. reglugerðar þessarar, þrátt fyrir ráðstafanir sem atvinnurekandi gerir til að koma í veg fyrir slíkt álag, skulu eiga rétt á heyrnarmælingu sem læknir eða annar aðili með tilskilin réttindi annast. Starfsmenn sem verða fyrir álagi vegna hávaða yfir neðri viðbragðsmörkum skv. c-lið 1. mgr. 4. gr. reglugerðar þessarar skulu eiga kost á heyrnarmælingum þegar áhættumat skv. 6. gr. reglugerðarinnar gefur til kynna að heilsu og öryggi þeirra sé hætta búin. Heyrnarmælingu skal gera á tíðnistigum 500, 1000, 2000, 3000, 4000, 6000 og 8000 rið.
Markmið heyrnarmælinga skv. 2. mgr. er að greina sem fyrst heyrnartap vegna hávaða og koma í veg fyrir frekari heyrnarskaða.
Heilsufarsskoðanir samkvæmt ákvæði þessu skulu vera í höndum heilbrigðisstarfsmanna.
Sá sem annast heilsufarsskoðanir starfsmanna skal varðveita skrá um heilsufar hvers starfsmanns sem gengst undir heilsufarsskoðun samkvæmt ákvæði þessu og skal skráin uppfærð við hverja skoðun. Í skrá um heilsufar skulu teknar saman niðurstöður úr heilsufarsskoðun ásamt atvinnusögu hlutaðeigandi starfsmanns síðustu árin. Um frágang og meðferð heilsufarsskrár fer samkvæmt gildandi reglugerð um sjúkraskrár og skýrslugerð varðandi heilbrigðismál. Hlutaðeigandi starfsmaður skal hafa aðgang að skrá um heilsufar sitt óski hann eftir því.
Atvinnurekandi skal bera kostnað vegna heilsufarsskoðana starfsmanna samkvæmt ákvæði þessu.

13. gr.
Niðurstöður heilsufarsskoðana.
Leiði heilsufarsskoðun skv. 12. gr. í ljós heyrnarskaða eða önnur skaðleg áhrif á heilsu starfsmanns skal læknir eða annar sérfræðingur, telji læknir það nauðsynlegt, meta hvort líkur eru á að rekja megi heyrnarskaðann eða hin skaðlegu áhrif til álags vegna hávaða við vinnu. Megi rekja heyrnarskaðann eða hin skaðlegu áhrif til álags vegna hávaða við vinnu skal sá sem annast skoðunina: 
     a. greina viðkomandi starfsmanni frá niðurstöðum sem varða hann sjálfan, og 
     b. gefa hlutaðeigandi atvinnurekanda upplýsingar um niðurstöðu heilsufarsskoðunarinnar, að teknu tilliti til þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna. 
     Komi upp tilvik skv. 1. mgr. skal atvinnurekandi: 
     a. endurskoða áhættumat, sbr. 6. gr. reglugerðar þessarar, 
     b. endurskoða áætlun um heilsuvernd, þar á meðal áætlun um forvarnir, sbr. 7. gr. 
     reglugerðar þessarar, 
     c. taka til greina ráðleggingar viðurkenndra þjónustuaðila, sbr. 66. gr. a laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, þar á meðal þess sem annaðist umrædda heilsufarsskoðun, eða Vinnueftirlits ríkisins við framkvæmd hvers konar nauðsynlegra ráðstafana til að útiloka eða draga úr áhættu, sbr. 7. gr. reglugerðar þessarar, þar á meðal hvort unnt sé að fá viðkomandi starfsmanni annað starf þar sem ekki er hætta á frekara álagi vegna hávaða, og 
     d. sjá til þess að heilsufarsskoðanir fari áfram fram og að aðrir starfsmenn sem hafa starfað við sambærilegar aðstæður gangist undir heilsufarsskoðun. 
     Sá sem annast heilsufarsskoðun skal tilkynna Vinnueftirliti ríkisins um niðurstöðuna þegar um er að ræða atvinnusjúkdóm, atvinnutengdan sjúkdóm eða ef viðkomandi starfsmaður hefur orðið fyrir öðrum skaðlegum áhrifum vegna starfa sinna, sbr. 3. mgr. 79. gr. laga nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.