Fréttir

Rannsókn á líðan og heilsu starfsfólks í fjármálafyrirtækjum

25.11.2011

Rannsóknin sýnir meðal annars að starfsóöryggi er töluvert, sem rekja má til þess að uppsagnir og endurskipulagningar hafa verið tíðar í fjármálafyrirtækjum. Starfsóöryggi hefur þó minnkað á tímabilinu enda var fyrri könnunin framkvæmd skömmu eftir bankahrunið. Hins vegar kemur fram að á báðum tímabilum tengist starfsóöryggi verri andlegri líðan starfsfólks. Á seinna tímabilinu er einnig farið að bera á að einstaklingar eru síður fjarverandi vegna eigin veikinda vegna óöryggis í starfi. Einnig er farið að bera á meira andlegu álagi í starfi á seinna tímabilinu. Niðurstöður þessar styðja að vinnuverndarstarf er afar miklvægt á tímum þegar miklar breytingar eiga sér stað í fyrirtækjum eins og þegar samdráttur á sér stað í formi uppsagna og endurskipulagna og skiptir þá ekki síður máli að huga vel við að sálfélagslegu vinnuumhverfi.
Skýrslur þessa efnis má nálgast hér 
Hér má nálgast leiðbeiningar um vinnuverndarstarf á óvissutímum