Fréttir

Rannsókn á áfengismisnotkun meðal starfsfólks öldrunarheimila

13.2.2004

Í febrúarhefti Scandinavian Journal of Public Health er kynnt rannsókn sem gerð er af starfsfólki Rannsókna-og heilbrigðisdeildar um áfengismisnotkun meðal starfsfólks á hjúkrunarheimilum aldraðra á Íslandi árið 2001. Eins og vænta má misnota mjög fáir starfsmenn áfengi en um 4,8% þeirra hafa einhver merki um áfengismisnotkun. Frá sjónarmiði starfsmannaheilsuverndar er  mikilvægt að horfa til þess að þrátt fyrir í raun litla misnotkun voru þessir starfsmenn frekar en samstarfsfólk þeirra með asthma, vöðvabólgu, síþreytu, verki, og vægar geðraskanir. Þessir einstaklingar höfðu líka frekar lent í vinnuslysum.

Þetta fólk bjó frekar að eigin mati við erfitt sálfélagslegt vinnuumhverfi. Þrátt fyrir þetta var ekki munur á veikindafjarvistum milli þeirra og annarra starfsmanna. Skýrist það mögulega af því hvernig tekið er á áfengistengdum fjarvistum.

Þeim sem vilja kynna sér greinina frekar er bent á:
Kristinn Tómasson, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Guðbjörg L. Rafnsdóttir, Berglind Helgadóttir: Correlates of probable alcohol abuse among women working in nursing homes: Scandinavian Journal of Public Health 32, Number 1 / February 2004:  47 ? 52