Fréttir

Rafræn skráning á námskeið Vinnueftirlitsins

20.5.2011

Nú er hægt að skrá sig á námskeið hjá Vinnueftirlitinu með rafrænni skráningu á heimasíðu stofnunarinnar.
Til að skrá sig á námskeið er smellt á flipann ?Námskeið? til vinstri á forsíðu heimasíðunnar og kemur þá upp síða með lista yfir þá námskeiðsflokka sem í boði eru. Neðst á þeirri síðu er hlekkurinn ?Skráning á námskeið?. Þegar smellt er á skráningarhlekkinn kemur upp yfirlit yfir námskeiðsáætlun með dagsetningum, staðsetningu viðkomandi námskeiðs, verði fyrir hvern þátttakanda og aftast er hlekkur til að skrá sig inn á viðkomandi námskeið.