Fréttir

Ráðstefna: Samræming vinnu og einkalífs í fjölmenningarsamfélagi

10.11.2004

Ráðstefna Hollvina hins gullna jafnvægis Heima og heimanSamræming vinnu og einkalífs í fjölmenningarsamfélagi verður haldin miðvikudaginn 17. nóvember nk. frá kl. 13:00-16:30 á Nordica hótel.

Á dagskrá ráðstefnunnar eru fróðleg og spennandi erindi einkum ætluð þeim sem starfs síns vegna geta stuðlað að bættu starfsumhverfi, auknum sveigjanleika og samræmingu vinnu og einkalífs meðal starfsmanna, s.s. starfsmannastjórum, jafnréttisráðgjöfum og stjórnendum með mannaforráð.

Fjallað verður m.a. um hvernig mannauðsverkefni fyrirtækja breytast við útrás og hvaða þættir hafa áhrif á starfsárangur starfsmanna sem starfa fjarri heimahögum, reynslu fyrirtækis af því að flytja starfsmenn á milli landa og innflytjendur á íslenskum vinnumarkaði.

Á ráðstefnunni verður viðurkenningin "Lóð á vogarskálina" veitt öðru sinni fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki. Viðurkenningin var afhent í fyrsta skipti á ráðstefnu hollvina í nóvember 2003.  Hana hlutu Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur úr hópi opinberra stofnana og Sjóvá-Almennar úr hópi fyrirtækja á almennum markaði.

Skráning á þátttöku berist fyrir 17. nóvember 2004.  Þátttökugjald er 4.500 kr.

F.h. hollvina, Linda Rut Benediktsdóttir