Fréttir

Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar 23. október n.k.

9.10.2007

Vinnueftirlitið stendur fyrir ráðstefnu í tilefni Vinnuverndarvikunnar 2007. Ráðstefnan verður haldin þann 23. október á Grand Hótel, kl. 13 -16. Aðgangur er öllum opinn og þátttaka ókeypis en athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á ráðstefnuna hjá Vinnueftirlitinu í síma 550 4600 eða netfang vinnueftirlit@ver.is.
     Yfirskrift vinnuverndarvikunnar er Hæfilegt álag er heilsu best. Sjónum verður beint að því hvernig hægt er að koma í veg fyrir álagseinkenni í vinnu með því að stuðla að góðu og öruggu vinnuumhverfi. Stefnt verður að sem víðtækastri þátttöku allra sem málið varðar, má þar nefna atvinnurekendur, starfsmenn, öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og aðra sem vilja stuðla að heilsusamlegu vinnuumhverfi.
     Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.

Útdrættir úr erindum á ráðstefnu vinnuverndarvikunnar 23. okt. 2007:

Léttum byrðarnar, Berglind Helgadóttir og Svava Þorkelsdóttir, LSH
Starfsendurhæfing, Gunnar Kr. Guðmundsson, Reykjalundi
Vinnuverndarstarf, Guðrún S. Eyjólfsdóttir, SA
Góður vinnustaður, Svava Jónsdóttir, Vinnís