Fréttir

Ráðstefna um samræmingu vinnu og einkalífs

5.11.2003

Ráðstefnan sem ber yfirskriftina Samræming vinnu og einkalífs: Verðugt verkefni - varanlegur ávinningur verður haldin 10. nóvember nk. frá kl. 13:00-17:30 á Nordica hóteli.

Á ráðstefnunni mun dr. Stewart Friedman taka til máls auk innlendra fyrirlesara. Í erindinu fjallar dr. Friedman um alhliða stjórnun þ.e. hvernig vinna og einkalíf þurfi ekki að vera ósættanlegar andstæður. Markmiðið er að læra hvernig samhæfa megi vinnu, heimili, samfélag og eigið sjálf þannig að betri árangur náist í rekstri fyrirtækja og viðkomandi öðlist auðugra einkalíf.

Á ráðstefnunni verður veitt viðurkenningin Lóð á vogarskálarnar fyrir framlag sem stuðlar að samræmingu vinnu og einkalífs í orði og verki.