Fréttir

Ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum ? Streita - Hreyfing ? Næring

10.4.2008

Hádegisfundur um heilsueflingu á vinnustöðum verður haldinn miðvikudaginn 16. apríl næstkomandi í Háskólanum í Reykjavík kl: 12-14

Á fundinum verður fjallað um heilsueflingu á vinnustöðum í samhengi við heilbrigði, vinnuvernd og lýðheilsu almennt. Þar verða einnig kynntar Ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum sem nýlega voru gefnar út af Vinnueftirlitinu og Lýðheilsustöð.

Dagskrá:

Opnun og kynning á ráðleggingunum: Ása G. Ásgeirsdóttir, fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu
Ávarp: Heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson
Heilsuefling á vinnustöðum: Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins
Heilsuefling á vinnustöðum og lýðheilsa: Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar
Streita og andleg heilsuefling: Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur, Lýðheilsustöð
Hreyfing: Gígja Gunnarsdóttir, íþróttafræðingur, Lýðheilsustöð
Næring: Elva Gísladóttir, næringarfræðingur, Lýðheilsustöð
Umræður og fyrirspurnir


Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2, stofa 101.
Dagskráin hefst kl: 12 og lýkur kl: 14!
Boðið verður upp á létta hressingu og því eru áhugasamir beðnir að tilkynna þátttöku til thora@ver.is
Allir velkomnir