Fréttir

P.Alfreðsson ehf. á Akureyri veitt viðurkenning

26.10.2004

Í tilefni vinnuverndarvikunnar sem þetta árið sneri að byggingariðnaði veitti Félag byggingamanna í Eyjafirði fyrirtækinu P.Alfreðsson ehf. viðurkenningu fyrir góða frammistöðu varðandi aðbúnað og öryggi starfsmanna. Var viðurkenningin veitt eftir að flestir stærri bygingarvinnustaðir á starfssvæði félags byggingamanna voru heimsóttir og skoðaðir með aðstoð starfsmanna Vinnueftirlitsins á Akureyri.

Vonast Félag byggingarmanna til að viðurkenningin geti orðið fyrirtækinu sem og öðrum fyrirtækjum í byggingariðnaði hvatning til áframhaldandi góðs árangurs á þessu sviði.

Helgi Haraldsson, umdæmisstjóri hjá Vinnueftirlitinu